Tvö lík í brennandi bifreið

Óöld í Svíþjóð | 15. júlí 2024

Tvö lík í brennandi bifreið

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð rannsakar bílbruna, sem upp kom í gær í Fosie-iðnaðarhverfinu, sem tvöfalt manndráp eftir að í ljós kom að tvö lík voru í bifreiðinni sem þar stóð í ljósum logum á þriðja tímanum í gærdag að sænskum tíma.

Tvö lík í brennandi bifreið

Óöld í Svíþjóð | 15. júlí 2024

Lögreglan í sænsku borginni Malmö rannsakar það sem hún telur …
Lögreglan í sænsku borginni Malmö rannsakar það sem hún telur vera tvöfalt manndráp eftir líkfund í brennandi bifreið í iðnaðarhverfi í gær. Ljósmynd/Wikipedia.org/David Castor

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð rannsakar bílbruna, sem upp kom í gær í Fosie-iðnaðarhverfinu, sem tvöfalt manndráp eftir að í ljós kom að tvö lík voru í bifreiðinni sem þar stóð í ljósum logum á þriðja tímanum í gærdag að sænskum tíma.

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð rannsakar bílbruna, sem upp kom í gær í Fosie-iðnaðarhverfinu, sem tvöfalt manndráp eftir að í ljós kom að tvö lík voru í bifreiðinni sem þar stóð í ljósum logum á þriðja tímanum í gærdag að sænskum tíma.

Hafði lögregla ekki borið kennsl á líkin þegar sænska ríkisútvarpið SVT fór yfir nýjustu vendingar í málinu í dag en að sögn Kerstin Gossé, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Malmö, verða þau færð réttarmeinafræðingum til rannsóknar í dag.

„Tæknihlið rannsóknarinnar stendur nú yfir og stendur til að taka skýrslur af vitnum í dag,“ segir upplýsingafulltrúinn við SVT.

Bifreiðin sem brann er ónýt að sögn Rickard Lundqvist, annars upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Malmö.

SVT
Aftonbladet
Expressen

mbl.is