Tískugyðjan Grece Ghanem hefur skotist upp á stjörnuhimininn á undanförnum mánuðum. Hún er fyrrverandi örverufræðingur en starfar í dag sem fyrirsæta og áhrifavaldur og heldur úti vinsælum Instragram-reikningi sem er með yfir 1,8 milljón fylgjendur.
Tískugyðjan Grece Ghanem hefur skotist upp á stjörnuhimininn á undanförnum mánuðum. Hún er fyrrverandi örverufræðingur en starfar í dag sem fyrirsæta og áhrifavaldur og heldur úti vinsælum Instragram-reikningi sem er með yfir 1,8 milljón fylgjendur.
Tískugyðjan Grece Ghanem hefur skotist upp á stjörnuhimininn á undanförnum mánuðum. Hún er fyrrverandi örverufræðingur en starfar í dag sem fyrirsæta og áhrifavaldur og heldur úti vinsælum Instragram-reikningi sem er með yfir 1,8 milljón fylgjendur.
Markmið Ghanem er að útrýma gömlum og úreltum hugmyndum um að konur þurfi að klæða sig eftir aldri, en hún deilir iðulega myndum af sér í bikiníum, stuttum bolum og pilsum, til þess að ögra þeirri staðalímynd að konur megi ekki klæðast slíkum fötum eftir ákveðinn aldur.
Ghanem hefur verið dugleg að ferðast í sumar og deila töfrandi myndum frá ferðalögum sínum. Hún hefur notið þess að spóka sig um léttklædd í bikiníi á fallegum ströndum víðsvegar um heiminn, en hún hefur hlotið mikið lof fyrir að birta bikinímyndir af sér á Instagram.