Af hverju klippa fótboltamenn göt á sokkana sína?

Fatastíllinn | 16. júlí 2024

Af hverju klippa fótboltamenn göt á sokkana sína?

Evrópumóti karla í fótbolta lauk síðastliðinn sunnudag þegar Spánn varð Evrópumeistari eftir sigur á Englandi í úrslitaleik á ólympíuleikvanginum í Berlín. Mikil stemning hefur skapast í gegnum mótið sem hefur verið á allra vörum síðustu vikur. 

Af hverju klippa fótboltamenn göt á sokkana sína?

Fatastíllinn | 16. júlí 2024

Jude Bellingham vakti athygli á EM 2024 þar sem hann …
Jude Bellingham vakti athygli á EM 2024 þar sem hann spilaði í götóttum sokkum. Samsett mynd

Evrópumóti karla í fótbolta lauk síðastliðinn sunnudag þegar Spánn varð Evrópumeistari eftir sigur á Englandi í úrslitaleik á ólympíuleikvanginum í Berlín. Mikil stemning hefur skapast í gegnum mótið sem hefur verið á allra vörum síðustu vikur. 

Evrópumóti karla í fótbolta lauk síðastliðinn sunnudag þegar Spánn varð Evrópumeistari eftir sigur á Englandi í úrslitaleik á ólympíuleikvanginum í Berlín. Mikil stemning hefur skapast í gegnum mótið sem hefur verið á allra vörum síðustu vikur. 

Eitt af því sem hefur vakið sérstaka athygli áhorfenda er að fótboltamenn nokkurra liða, þar á meðal Jude Bellingham og Bukayo Saka, hafa spilað í götóttum sokkum á mótinu. Vangaveltur hafa verið á sveimi um það hvort þetta sé tískufyrirbæri sem þyki töff meðal leikmanna eða hvort einhver ástæða sé á bak við götin og því ekki seinna vænna að komast til botns í því máli. 

Bukayo Saka er einn af þeim sem er þekktur fyrir …
Bukayo Saka er einn af þeim sem er þekktur fyrir að klippa göt á sokka sína. AFP/Henry Nicholls

„Þetta er ekki nýtt“

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að fótboltamenn spila í uppháum sokkum. Það eru nokkrar ástæður fyrir því, en aðallega er það þó til þess að halda vöðvunum heitum og ganga úr skugga um að legghlífarnar haldist á sköflunginum. Þó svo uppháu sokkarnir komi sér vel virðist sem einhverjum leikmönnum þyki þeir of þröngir og hefti blóðflæði til kálfans. Þar af leiðandi hafa sumir tekið sig til og klippt göt á sokkana til þess að létta á spennunni í kálfanum. 

Jermaine Jenas, sérfræðingur hjá BT Sport, ræddi sokkamálið eftir leik Manchester City og Newcastle United árið 2018 þegar Kyle Walker sást spila í götóttum sokkum. „Honum finnst sokkarnir augljóslega vera of þröngir þannig hann klippir göt á þá til að hjálpa blóðinu að renna í kálfann svo hann fái ekki krampa. Richard Dunne hefur sagt að leikmenn hafi gert þetta í mörg ár. Þetta er ekki nýtt,“ sagði Jenas. 

Jude Bellingham og Ian Maatsen í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Jude Bellingham og Ian Maatsen í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. AFP/Ina Fassbender

Er ávinningurinn líkamlegur eða frekar sálfræðilegur?

Götóttu sokkarnir hafa verið afar umdeildir í fótboltaheiminum og telja sumir að það sé enginn ávinningur af því að klippa göt á sokkana. Fyrr á árinu hjólaði íþróttafréttamaðurinn Richard Keys í Conor Gallegher, leikmann Chelsea, fyrir að spila í götóttum sokkum gegn Manchester City og sagðist vilja banna götótta sokka alfarið. „Nóg komið af þessari vitleysu, það er engin þörf á þessu. Spánverjar hafa bannað þetta (þó Bellingham komist upp með það). Það er kominn tími á að við gerum það líka,“ skrifaði hann á X, áður Twitter. 

Dr. Stefaan Vossen ræddi um götóttu sokkana við The Mirror á dögunum og fór yfir vísindin á bak við þá. Hann útskýrði að fótboltamenn noti nýja sokka í hverjum leik, en þeir geti verið sérstaklega þröngir þar sem þeir hafi aldrei verið notaðir áður. 

„Í fótboltaleik munu kálfar fótboltamanna bólgna þegar þeir fyllast af blóði vegna áreynslu. Þetta getur valdið því að sokkarnir þrengjast. Það síðasta sem leikmenn vilja gera er að takmarka blóðfæði í fótunum, svo alltof þröngir sokkar gætu verið raunverulegt vandamál. Á hinn bóginn getur þrýstingurinn frá sokkunum bætt frammistöðu með því að draga úr vöðvaþreytu,“ segir Vossen. 

„Þó það sé líklegt að einhver raunverulegur líkamlegur ávinningur sé af því að klippa göt á nýja sokka, þá er líka líklegt að sálfræðilegur ávinningur sé fyrir hendi. Fótboltamenn hafa umfangsmikla rútínu og helgisiði fyrir leik og þegar þeir finna eitthvað sem þeim finnst bæta frammistöðu sína þá vilja þeir endurtaka það,“ bætti hann við. 

Það virðist því vera deilt á um hvort göt á sokkum hjálpi fótboltamönnum raunverulega eða séu einfaldlega partur af rútínu eða helgisiðum þeirra fyrir leik. Þá virðast einnig skiptar skoðanir á því hvort leikmenn eigi að fá að klippa sokkana eða hvort eigi að banna það alfarið.

Götóttir sokkar hafa líka sést í fótboltaleikjum hér á Íslandi.
Götóttir sokkar hafa líka sést í fótboltaleikjum hér á Íslandi. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is