Bandaríski þjóðsöngurinn var henni ofviða

Poppkúltúr | 16. júlí 2024

Bandaríski þjóðsöngurinn var henni ofviða

Sveitasöngkonan Ingrid Andress hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir flutning sinn á bandaríska þjóðsöngnum á mánudagskvöld.

Bandaríski þjóðsöngurinn var henni ofviða

Poppkúltúr | 16. júlí 2024

Skjáskot/Facebook

Sveitasöngkonan Ingrid Andress hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir flutning sinn á bandaríska þjóðsöngnum á mánudagskvöld.

Sveitasöngkonan Ingrid Andress hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir flutning sinn á bandaríska þjóðsöngnum á mánudagskvöld.

Andress, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir örfáum árum með laginu More Hearts Than Mine, var þess heiðurs aðnjótandi að flytja þjóðsöng Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, við upphaf hafnaboltaleiks sem var spilaður í Arlington í Texas í gærkvöld.

Sveitasöngkonan, sem virtist mjög stressuð og sást skjálfa, söng án undirleiks og átti í miklum erfiðleikum með halda lagi. Það var ljóst frá fyrsta hljómi.

Mikið hefur verið fjallað um tónlistarflutning Andress á samfélagsmiðlum og eru allmargir netverjar sammála um að lagið hafi verið henni ofviða enda mjög erfitt og krefjandi. Þjóðsöngur Bandaríkjanna er einn sá erfiðasti í heimi.

Myndskeið af flutningi Andress hefur fengið hátt í 600.000 áhorf á Youtube á síðustu klukkustundum. Í því má sjá nokkra þekkta leikmenn reyna að fela háðsglott.

mbl.is