Náttúruhlaup og 66°Norður héldu upp á tíu ára afmæli Náttúruhlaupa í Guðmundarlundi á dögunum þar sem yfir tvö hundruð iðkendur, vinir og börn, hlupu og skemmtu sér vel.
Náttúruhlaup og 66°Norður héldu upp á tíu ára afmæli Náttúruhlaupa í Guðmundarlundi á dögunum þar sem yfir tvö hundruð iðkendur, vinir og börn, hlupu og skemmtu sér vel.
Náttúruhlaup og 66°Norður héldu upp á tíu ára afmæli Náttúruhlaupa í Guðmundarlundi á dögunum þar sem yfir tvö hundruð iðkendur, vinir og börn, hlupu og skemmtu sér vel.
Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við 66°Norður sem hefur verið samstarfsaðili Náttúruhlaupa frá upphafi. Náttúruhlaup hafa staðið fyrir hlaupanámskeiðum og hlaupasamfélagi með hópum fyrir öll getustig. Markmið Náttúruhlaupa er að sameina náttúruupplifun, hreyfingu og félagsskap.
„Vinsældir utanvegahlaupa hafa vaxið mikið og við viljum gera öllu fólki kleift að finna sig í þessum hreyfilífsstíl. Okkar sýn er að auka hamingju fólks og heilsu til lengri tíma,“ segir Birkir Már Kristinsson, framkvæmdastjóri Náttúruhlaupa, og var himinlifandi með hvernig til tókst á tíu ára afmælinu.
Eins og sjá má var mikið stuð í hlaupinu og grillpartíinu eftir hlaupið.