Emma Corrin vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Berlín á dögunum þegar kvikmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd.
Emma Corrin vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Berlín á dögunum þegar kvikmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd.
Emma Corrin vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Berlín á dögunum þegar kvikmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd.
Corrin sem margir þekkja fyrir túlkun sína á Díönu prinsessu í þáttaseríunni The Crown á Netflix mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar í svörtu dressi frá franska tískuhúsinu Saint Laurent. Við fyrstu sýn leit út fyrir að Corrin hefði gleymt pilsinu og farið út á undirfötunum. Þegar betur er að gáð sést að Corrin er í langerma míníkjól. Kjóllinn er með áföstum sokkaböndum og var hún í uppháum sokkum sem voru fastir við sokkaböndin.
Fram kemur á vef breska Vogue að kjóllinn sé hluti af vetrartísku Saint Laurent fyrir árið 2024. Þegar fyrirsæta gekk tískupallinn í kjólnum var hún með sokkaböndin föst við uppháu sokkana og í sokkabuxum undir. Stílisti Corrin, Harry Lambert, kaus hins vegar að fara djarfari leið og lét Corrin sleppa sokkabuxunum sem fyrirsætan var í undir uppháu sokkunum.