Sjúkdómurinn Covid-19 hefur greinst á átta deildum Landspítala og breiðst hratt út á nokkrum þeirra.
Sjúkdómurinn Covid-19 hefur greinst á átta deildum Landspítala og breiðst hratt út á nokkrum þeirra.
Sjúkdómurinn Covid-19 hefur greinst á átta deildum Landspítala og breiðst hratt út á nokkrum þeirra.
Frá þessu greinir Landspítalinn í tilkynningu.
Tekið er fram að sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir skv. verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu jafnvel í marga daga.
Þá segir að í dag séu 32 sjúklingar í einangrun vegna sjúkdómsins á Landspítala, á Landakoti, á Hringbraut og í Fossvogi, og að um sé að ræða þriðja sumarið þar sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn.
„Vert er að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim eru alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um er að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt er viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú er nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða sem reyndust vel í fyrri Covid-bylgjum,“ segir í tilkynningunni.
Á Landspítala taki eftirfarandi reglur gildi á morgun kl. 8 árdegis:
„Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar.
Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir.
Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan.
Þegar faraldur er á deild er heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en hafa þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur.
Þessar reglur taka gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verða endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar.
Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri. Eins og áður er netfangið farsottanefnd@landspitali.is virkt og þangað er hægt að beina fyrirspurnum á dagvinnutíma.“
Uppfært: