Hefur áhyggur af eldri börnum sínum

Einstakar fjölskyldur | 16. júlí 2024

Hefur áhyggur af eldri börnum sínum

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian Barker hefur nú opnað sig um áskoranirnar sem fylgja því að sinna ungabarni á meðan hún gerir sitt besta til að vera til staðar fyrir eldri börn hennar og eiginmanns hennar, Travis Barker, sem eru sex talsins. 

Hefur áhyggur af eldri börnum sínum

Einstakar fjölskyldur | 16. júlí 2024

Kourtney Kardashian. (Photo by Jean-Baptiste Lacroix / AFP)
Kourtney Kardashian. (Photo by Jean-Baptiste Lacroix / AFP) AFP/Jean-Baptiste Lacroix

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian Barker hefur nú opnað sig um áskoranirnar sem fylgja því að sinna ungabarni á meðan hún gerir sitt besta til að vera til staðar fyrir eldri börn hennar og eiginmanns hennar, Travis Barker, sem eru sex talsins. 

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian Barker hefur nú opnað sig um áskoranirnar sem fylgja því að sinna ungabarni á meðan hún gerir sitt besta til að vera til staðar fyrir eldri börn hennar og eiginmanns hennar, Travis Barker, sem eru sex talsins. 

Í nýjasta þætti The Kardashians talar hún um stressið sem fylgir því að finna jafnvægi í fjölskyldulífinu eftir að sonur hennar Rocky Thirteen kom í heiminn í nóvember í fyrra. Fyrir átti hún börnin Mason, Penelope og Reign með fyrrverandi kærasta sínum, Scott Disick, en Barker átti líka þrjú börn, þau Anitu, Landon og Alabama, úr fyrra hjónabandi. 

„Ég á börn á allskonar aldri þannig að ég reyni að búa til tíma fyrir gæðastundir með þeim öllum í sitthvoru lagi. Ég vil ekki missa af neinu. Mér líður eins og það er verið að tosa í mig úr mörgum mismunandi áttum því mig langar að vera allstaðar,“ segir Kourtney Kardashian.

Hún bætir því við að samviskubitið sé alveg að fara með hana þar sem henni finnist hún ekki ná að finna jafnvægi í samverustundum barnanna og vill eyða meiri tíma með þeim eldri. 
Raunveruleikastjarnan viðurkennir að á sama tíma sé tíminn með yngsta barninu hennar Rocky gríðarlega dýrmætur. Hún er þó sannfærð að hún eigi eftir að finna leið til þess að bæta úr stöðunni. 
mbl.is