Heimilislæknar helmingi færri en þyrfti

Dagmál | 16. júlí 2024

Heimilislæknar helmingi færri en þyrfti

Sérfræðingar í heimilislækningum eru í dag um 200 en þyrftu að vera tvöfalt fleiri svo heimilislæknar geti unnið samkvæmt sinni hugmyndafræði. Þetta er mat Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, formanns félags heimilislækna.

Heimilislæknar helmingi færri en þyrfti

Dagmál | 16. júlí 2024

Sérfræðingar í heimilislækningum eru í dag um 200 en þyrftu að vera tvöfalt fleiri svo heimilislæknar geti unnið samkvæmt sinni hugmyndafræði. Þetta er mat Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, formanns félags heimilislækna.

Sérfræðingar í heimilislækningum eru í dag um 200 en þyrftu að vera tvöfalt fleiri svo heimilislæknar geti unnið samkvæmt sinni hugmyndafræði. Þetta er mat Margrétar Ólafíu Tómasdóttur, formanns félags heimilislækna.

Hún er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og ræðir þar þá þungu og erfiðu stöðu sem ríkir í heilsugæslunni á Íslandi. Margrét segir mönnun í sögulegu lágmarki á sama tíma og ásókn hefur aukist. „Það er bara stór klemma sem við finnum fyrir og þjóðfélagið finnur fyrir og allir eru að reyna að glíma við á sinn hátt,“ viðurkennir hún.

Í dag eru nálægt 2.300 einstaklingar á hvern heimilislækni en best væri að mati Margrétar að þeir væru ekki mikið fleiri en 1.200.

Margrét fer yfir hvað þarf að gera til að leysa þann hnút sem heilsugæslan stendur frammi fyrir og hvernig stjórnmálamenn hafa verið góðir að hlusta en minna hefur orðið um framkvæmdir.

Þátturinn í heild sinni er opinn áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is