Þrír teknir eftir víg 16 ára pilts

Óöld í Svíþjóð | 16. júlí 2024

Þrír teknir eftir víg 16 ára pilts

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið þrjá grunaða í tengslum við banvæna skotárás í Bagarmossen í suðurborginni fyrir réttri viku, að kvöldi þriðjudagsins síðasta, þegar sextán ára gamall piltur lést af skotsárum skömmu eftir komu á sjúkrahús.

Þrír teknir eftir víg 16 ára pilts

Óöld í Svíþjóð | 16. júlí 2024

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við mál sextán ára …
Þrír hafa verið handteknir í tengslum við mál sextán ára pilts sem skotinn var til bana í Bagarmossen í Stokkhólmi fyrir réttri viku. AFP/Henrik Montgomery

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið þrjá grunaða í tengslum við banvæna skotárás í Bagarmossen í suðurborginni fyrir réttri viku, að kvöldi þriðjudagsins síðasta, þegar sextán ára gamall piltur lést af skotsárum skömmu eftir komu á sjúkrahús.

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið þrjá grunaða í tengslum við banvæna skotárás í Bagarmossen í suðurborginni fyrir réttri viku, að kvöldi þriðjudagsins síðasta, þegar sextán ára gamall piltur lést af skotsárum skömmu eftir komu á sjúkrahús.

Tveir hinna handteknu eru að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT undir lögaldri og liggja undir grun um hlutdeild að árásinni en sá þriðji, sem er eldri en 18 ára, er grunaður um sjálfan verknaðinn.

„Nú höldum við áfram með tæknilega rannsóknarvinnu, leit að lífrænum sönnunargögnum og yfirheyrslur. Lögreglan ræðir við fleiri vitni sem mögulega gætu hafa orðið einhvers vör í tengslum við atburðinn,“ er haft eftir Daniel Insulander, yfirfulltrúa ákæruvaldsdeildar Stokkhólmslögreglunnar, í fréttatilkynningu lögreglu um handtökurnar.

Greip þrýstiumbúðir og plástra

Íbúi í nágrenninu, sem veitti fórnarlambinu fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang og tóku við, ræddi við SVT tveimur dögum eftir ódæðið.

„Maður hugsar ekki mikið, þetta eru bara föst viðbrögð,“ sagði maðurinn, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt og kallar sig Andreas í viðtalinu – ekki hans rétta nafn en fáir vilja stíga fram með nafni í sænsku skálmöldinni þar sem liðsmenn glæpagengja berast á banaspjót og hefndarvíg eru þekkt fyrirbæri.

Andreas kveðst hafa gripið þrýstiumbúðir og plástra eftir að hann áttaði sig á að maður hafði verið skotinn rétt fyrir utan heimili hans. Að því búnu hafi hann hlaupið út og tekið að stumra yfir pilti.

Frá Bagarmossen í Suður-Stokkhólmi þar sem skotárásin átti sér stað …
Frá Bagarmossen í Suður-Stokkhólmi þar sem skotárásin átti sér stað á þriðjudaginn í síðustu viku. Ljósmynd/Wikipedia.org/Holger Ellgaard

„Loks kom lögreglan á vettvang með fyrstuhjálparbúnað og ég fæ skæri til að klippa jakkann utan af honum,“ segir Andreas frá. Hann hafi þá áttað sig á því að fórnarlambið var hætt að anda og ákveðið að hefja hjartahnoð og blástur. „Svo kemur sjúkrabíllinn, við fáum aðstoð og höldum áfram,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn við SVT í síðustu viku.

„Ég er ánægður með að hafa gert allt sem í mínu valdi stóð þótt útkoman hafi verið skelfilega sorgleg,“ sagði Andreas sem er jú menntaður hjúkrunarfræðingur, en ekki er langt síðan sænskir fjölmiðlar greindu frá því að Stokkhólmsbúar flykktust á skyndihjálparnámskeið með áherslu á þjálfun í að stöðva blæðingu, skot- og stungusár eru með algengustu áverkum í þeirri vargöld sem Svíar horfa nú upp á þar sem gengi á borð við Foxtrot, Shottaz, Södertälje-klíkuna og fleiri troða illsakir.

SVT

SVTII (rætt við „Andreas“)

Nyheter24

mbl.is