Við þurfum að vernda Valhöll

Dagmál | 16. júlí 2024

Við þurfum að vernda Valhöll

Gerð hefur verið heimildarmynd um heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Wacken-rokkhátíðina í Þýskalandi á síðasta ári. Í viðtali í Dagmálum segir Þorsteinn Kolbeinsson, sem átti uppástunguna að heimsókninni, að Guðni hafi verið merkilega vel að sér um þungarokk

Við þurfum að vernda Valhöll

Dagmál | 16. júlí 2024

Gerð hefur verið heimildarmynd um heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Wacken-rokkhátíðina í Þýskalandi á síðasta ári. Í viðtali í Dagmálum segir Þorsteinn Kolbeinsson, sem átti uppástunguna að heimsókninni, að Guðni hafi verið merkilega vel að sér um þungarokk

Gerð hefur verið heimildarmynd um heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Wacken-rokkhátíðina í Þýskalandi á síðasta ári. Í viðtali í Dagmálum segir Þorsteinn Kolbeinsson, sem átti uppástunguna að heimsókninni, að Guðni hafi verið merkilega vel að sér um þungarokk

Þorsteinn hefur verið duglegur við að kynna íslenskt þungarokk og koma rokksveitum á framfæri erlendis og hefur þannig staðið að rokkhátíðinni Wacken Metal Battle hér á landi í samstarfi við Wacken rokkhátíðina miklu í Þýskalandi.

Þorsteinn segir að hafi verið boðið á Wacken í tilefni af því að Wacken bókaði þrjár íslenskar hljómsveitir „og ég mætti svo með eina, þannig að það voru fjórar íslenskar hljómsveitir á Wacken, stærstu þungarokkhátíð heims. Það er ein hljómsveit á hverja 100.000 íbúa og ef við setjum í samhengi á samsvarar það 4.000 bandarískum hljómsveitum eða 110 sænskum eða 60 finnskum - þetta eru ótrúlegar tölur. Ég sendi því póst á forsetaembættið, kynnti mig og sagði hvernig væri í pottinn búið og hann svaraði og sagði bara já. Hann mætti svo á föstudeginum og sá Skálmöld, Vintage Caravan og Sólstafi, af því þær voru allar að spila þann dag, en missti af Krownest, af því hún var að spila á miðvikudeginum. Hann hitta líka allar íslensku hljómsveitirnar og það var rosalega gaman að hafa þær allar í sama rými með forsetanum, svakaleg gleði og ánægja.

Á laugardeginum bauð borgarstjóri Wacken honum í heimsókn til bæjarins og svo var pallborð með Guðna, einum af aðalskipuleggjendum hátíðarinnar og fleirum til að taka um íslenskt þungarokk og ýmisleg því tengt. Við vorum ekki að ræða hljómsveitir í sjálfu sér, en hann var merkilega vel að sér. Það var einskonar víkingaþema á Wacken í fyrra, og Guðni kom inn á það hvernig við þyrftum að vernda norræna menningararf fyrir óæskilegum öflum, til dæmis á öfga hægi væng stjórnmálanna, sem vilja eigna sér Óðinn og Þór sem einhverskonar öfgaþjóðernisfyrirbæri.“

mbl.is