Einstakt augnablik fangaði hjörtu fólks um allan heim

Frægar fjölskyldur | 17. júlí 2024

Einstakt augnablik fangaði hjörtu fólks um allan heim

Spænski knattspyrnumaðurinn Lamine Yamal, yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppni karla í knattspyrnu, vakti heilmikla athygli á nýafstöðnu Evrópumóti sem fór fram í Þýskalandi.

Einstakt augnablik fangaði hjörtu fólks um allan heim

Frægar fjölskyldur | 17. júlí 2024

Bræðraást!
Bræðraást! Skjáskot/Instagram

Spænski knattspyrnumaðurinn Lamine Yamal, yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppni karla í knattspyrnu, vakti heilmikla athygli á nýafstöðnu Evrópumóti sem fór fram í Þýskalandi.

Spænski knattspyrnumaðurinn Lamine Yamal, yngsti markaskorari í sögu Evrópukeppni karla í knattspyrnu, vakti heilmikla athygli á nýafstöðnu Evrópumóti sem fór fram í Þýskalandi.

Yamal, sem fagnaði 17 ára afmæli sínu daginn fyrir úrslitaleik Spánar og Englands, þar sem Spánn bar sigur af hólmi eftir æsispennandi leik, fangaði hugi og hjörtu fólks um allan heim þegar hann sást fagna sigrinum ásamt kornungum bróður sínum, Keyne, á Ólympíuleikvangnum í Berlín á sunnudag.

Keyne, með snuddu og klæddur spænska landsliðsbúningnum, sat í fangi bróður síns á vellinum og handfjatlaði verðlaunagrip Yamal sem var valinn besti ungi leikmaður móts­ins.

Þúsundir manna hafa líkað við ljósmynd af Yamal-bræðrunum sem deilt var á samfélagsmiðlum. 

mbl.is