Fylgismenn Trump eru honum hliðhollir

Poppkúltúr | 17. júlí 2024

Fylgismenn Trump eru honum hliðhollir

Stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaefni Repúblikanaflokksins, hafa á síðustu dögum flykkst á húðflúrstofur víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar skotárásar sem átti sér stað á framboðsfundi Trump í Pennsylvaníu á laugardag.

Fylgismenn Trump eru honum hliðhollir

Poppkúltúr | 17. júlí 2024

Þjóðarstoltið er mikið.
Þjóðarstoltið er mikið. Samsett mynd

Stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaefni Repúblikanaflokksins, hafa á síðustu dögum flykkst á húðflúrstofur víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar skotárásar sem átti sér stað á framboðsfundi Trump í Pennsylvaníu á laugardag.

Stuðningsmenn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaefni Repúblikanaflokksins, hafa á síðustu dögum flykkst á húðflúrstofur víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar skotárásar sem átti sér stað á framboðsfundi Trump í Pennsylvaníu á laugardag.

Skotmaðurinn, Thomas Matthew Crooks, hafði komið sér fyrir á húsþaki í um 120 metra fjarlægð og skaut fjölda riffilskota að ræðustólnum. Engu mátti muna að hann hæfði Trump í höfuðið en kúlan strauk hægra eyra hans.

Fréttaljósmynd sem náðist af Trump, aðeins örfáum sekúndum eftir tilræðið, hefur farið eins og stormsveipur um heiminn. Ljósmyndin, sem sýnir Trump með hnefann á lofti og umkringdan öryggisvörðum, þykir bera vott um styrk, hugrekki og samtakamátt Bandaríkjamanna og hafa því fjölmargir látið húðflúra á sig þetta augnablik í sögu Bandaríkjanna.

Fylgismenn Trump hafa margir hverjir deilt myndum og myndskeiðum á samfélagsmiðlum undanfarna sólarhringa og státað sig af nýjum Trump-húðflúrum sínum.



mbl.is