Hummus-pasta með súrkáli og ólífum úr smiðju Hildar

Uppskriftir | 17. júlí 2024

Hummus-pasta með súrkáli og ólífum úr smiðju Hildar

Miðviku­dag­ar eru súrkálssalatdagar á Matarvefnum og nú er komið að næsta sal­ati sem inni­held­ur súr­kál. Hér erum við kom­in með mat­ar­mikið og bragðgott sal­at með hummus-pasta úr smiðju Hild­ar Ómars­dótt­ur matarbloggara með meiru sem er þekkt fyr­ir að gera lit­rík og góð salöt sem gleðja bæði augu og bragðlauka. 

Hummus-pasta með súrkáli og ólífum úr smiðju Hildar

Uppskriftir | 17. júlí 2024

Hildur Ómarsdóttir býður hér upp á súrkálssalat vikunnar sem inniheldur …
Hildur Ómarsdóttir býður hér upp á súrkálssalat vikunnar sem inniheldur líka pasta og hummus sem er hið fullkomna kombó að hennar mati. Samsett mynd

Miðviku­dag­ar eru súrkálssalatdagar á Matarvefnum og nú er komið að næsta sal­ati sem inni­held­ur súr­kál. Hér erum við kom­in með mat­ar­mikið og bragðgott sal­at með hummus-pasta úr smiðju Hild­ar Ómars­dótt­ur matarbloggara með meiru sem er þekkt fyr­ir að gera lit­rík og góð salöt sem gleðja bæði augu og bragðlauka. 

Miðviku­dag­ar eru súrkálssalatdagar á Matarvefnum og nú er komið að næsta sal­ati sem inni­held­ur súr­kál. Hér erum við kom­in með mat­ar­mikið og bragðgott sal­at með hummus-pasta úr smiðju Hild­ar Ómars­dótt­ur matarbloggara með meiru sem er þekkt fyr­ir að gera lit­rík og góð salöt sem gleðja bæði augu og bragðlauka. 

Hummus pasta er einn af okkar „go to“ réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg „brilliant“ að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur,“ segir Hildur með bros á vör.

Hummus-pasta með súrkáli og ólífum

  • 500 g spelt pasta
  • 2 box af keyptum hummus eða útbúið heimagerðan hummus
  • 1 krukka grænar lífrænar ólífur frá Rapunzel
  • 1 krukka Klassískt súrkál en Karríkálið frá Súrkál fyrir sælkera er líka gott með

Síðan grænmeti sem til er í ísskápnum að hverju sinni en Hildur notaði þetta

  • Kál
  • Gúrku
  • Papriku
  • Tómata
  • Það má bæta við ólífuolíu og kryddi eins og t.d. óreganó til að bragðbæta salatið

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skolið og skerið grænmetið.
  3. Setjið í skál og bætið við pasta, súrkáli og ólífum og skreytið eins og ykkur langar til.
  4. Berið fram réttinn fram með hummus að eigin vali.
mbl.is