Katrín mætti í fokdýrum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. júlí 2024

Katrín mætti í fokdýrum kjól

Katrín prinsessa af Wales kom fram opinberlega á sunnudaginn þegar hún afhenti Wimbledon-bikarinn í karlaflokki. Prinsessan var glæsileg í fjólubláum kjól en Karlotta dóttir hennar var með henni. 

Katrín mætti í fokdýrum kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. júlí 2024

Fjólublái liturinn fór Katrínu vel.
Fjólublái liturinn fór Katrínu vel. AFP/ANDREJ ISAKOVIC

Katrín prinsessa af Wales kom fram opinberlega á sunnudaginn þegar hún afhenti Wimbledon-bikarinn í karlaflokki. Prinsessan var glæsileg í fjólubláum kjól en Karlotta dóttir hennar var með henni. 

Katrín prinsessa af Wales kom fram opinberlega á sunnudaginn þegar hún afhenti Wimbledon-bikarinn í karlaflokki. Prinsessan var glæsileg í fjólubláum kjól en Karlotta dóttir hennar var með henni. 

Þetta var í annað sinn sem Katrín kom fram opinberlega síðan um jólin. Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi í janúar og var seinna greind með krabbamein. 

Fjólublái kjóllinn sem Katrín klæddist var sérsaumaður á Katrínu og var frá breska merkinu Safiyaa. Kjóllinn kostaði 1.295 pund eða um 230 þúsund íslenskar krónur. Stuttermakjóllinn var tekinn saman með fallegum rykkingum fyrir ofan mittið. Pils kjólsins var hins vegar einfald A-laga pils. 

Kjóll Katrínar var frá merkinu Safiyaa en kjóll Karlottu frá …
Kjóll Katrínar var frá merkinu Safiyaa en kjóll Karlottu frá Guess. AFP/ Aaron Chown

Við kjólinn var Katrín með brúna tösku frá LK Bennett sem hún hefur átt í mörg ár. Hún valdi ljósa hæla úr safni sínu til þess að leyfa kjólnum að njóta sín. 

Karlotta í bláu

Karlotta prinsessa klæddist bláum kjól með hvítum doppum. Kjóllinn er frá bandaríska merkinu Guess en hann kostaði 70 pund eða um 12.500 íslenskar krónur. 

Mæðgurnar Katrín og Karlotta klæddust kjólum á Wimbledon.
Mæðgurnar Katrín og Karlotta klæddust kjólum á Wimbledon. AFP/ Aaron Chown
Sniðið á kjól Katrínar var klassískt og einfalt.
Sniðið á kjól Katrínar var klassískt og einfalt. AFP/ HENRY NICHOLLS
mbl.is