Líklega beint úr fangelsi á landsfund

Líklega beint úr fangelsi á landsfund

Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi Donalds Trumps er hann gegndi embætti Bandaríkjaforseta, hefur lokið fjögurra mánaða afplánun sinni og er væntanlega á leið á landsfund repúblikana í Wisconsin-ríki. 

Líklega beint úr fangelsi á landsfund

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 17. júlí 2024

Peter Navarro á skrautlegum blaðamannafundi sem hann hélt áður en …
Peter Navarro á skrautlegum blaðamannafundi sem hann hélt áður en hann hóf afplánun sína fyrir fjórum mánuðum. AFP/Joe Raedle

Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi Donalds Trumps er hann gegndi embætti Bandaríkjaforseta, hefur lokið fjögurra mánaða afplánun sinni og er væntanlega á leið á landsfund repúblikana í Wisconsin-ríki. 

Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi Donalds Trumps er hann gegndi embætti Bandaríkjaforseta, hefur lokið fjögurra mánaða afplánun sinni og er væntanlega á leið á landsfund repúblikana í Wisconsin-ríki. 

CNN greinir frá.

Gert er ráð fyrir því að Navarro fari beint á landsfundinn, sem hófst á mánudag og klárast annað kvöld.

Mun mögulega ávarpa fundinn

Fréttaveita ABC hafði áður greint frá því, að sögn heimildarmanna, að Navarro myndi fá að ávarpa landsfundinn. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Navarro var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í sept­em­ber í fyrra fyr­ir að van­v­irða þing­nefnd Banda­ríkj­anna en hann neitaði að bera vitni fyr­ir nefnd­inni í tengsl­um við rann­sókn henn­ar á árás stuðnings­manna Trumps á þing­hús Banda­ríkj­anna þann 6. janú­ar 2021.

mbl.is