Stuðmenn munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð

Poppkúltúr | 17. júlí 2024

Stuðmenn munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Stuðmenn munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð

Poppkúltúr | 17. júlí 2024

Stuðmenn og Prettiboitjokko slógu í gegn á Kótelettunni.
Stuðmenn og Prettiboitjokko slógu í gegn á Kótelettunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Hljómsveitin er að senda frá sér nýtt lag í vikunni sem er byggt á gömlum grunni. Sérstakur gestur hljómsveitarinnar í því lagi er Patrik Atlason eða Prettyboitjokkjo. Hljómsveitin kom fram á Kótelettunni á Selfossi um síðustu helgi við einróma lof gesta og flutti lagið ásamt Patrik fyrir hátíðargesti. 

Saga Stuðmanna er að mörgu leyti samofin sögu Þjóðhátíðar en lokakafli vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar Með allt á hreinu var að mestu leyti tekin upp á Þjóðhátíð árið 1982. Kvikmyndin, sem er nánast eins og þjóðareign, er sýnd á RÚV 17. júní hvert einasta ár. Fjórum árum eftir að Með allt á hreinu var frumsýnd sneru Stuðmenn aftur á Þjóðhátíð en það ár voru öll fyrri aðsóknarmet slegin og fór fjöldin úr 3500 í um það bil 10.000. Þannig var tónninn settur að þeirri Þjóðhátíð sem flestir þekkja í dag sem hin risavaxna tónlistarhátíð sem hún er.

Söngkonan Ragnhildur Gísladóttir leiðir sveitina og lagið sem kemur út í næstu viku er endurgerð á laginu Fegurðardrottning sem fyrst var gefið út árið 1986. Endurgerðina unnu Stuðmenn í samstarfi við upptökustjórann Ásgeir Orra Ásgeirsson og Prettyboitjokkjo.

Ragnhildur Gísladóttir ásamt nýjasta meðlim Stuðmanna, rokksöngvaranum Magna Ásgeirssyni.
Ragnhildur Gísladóttir ásamt nýjasta meðlim Stuðmanna, rokksöngvaranum Magna Ásgeirssyni. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is