Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Gisting | 17. júlí 2024

Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Fyrr í sumar tók ferðavefur mbl.is saman lista yfir þrjú dýrustu tjaldsvæði landsins samkvæmt vef tjalda.is. Nú er hins vegar komið að því að fara yfir ódýrustu tjaldsvæði landsins!

Þetta eru ódýrustu tjaldsvæði landsins

Gisting | 17. júlí 2024

Hvar ætli ódýrsta tjaldsvæði landsins sé?
Hvar ætli ódýrsta tjaldsvæði landsins sé? mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrr í sumar tók ferðavefur mbl.is saman lista yfir þrjú dýrustu tjaldsvæði landsins samkvæmt vef tjalda.is. Nú er hins vegar komið að því að fara yfir ódýrustu tjaldsvæði landsins!

Fyrr í sumar tók ferðavefur mbl.is saman lista yfir þrjú dýrustu tjaldsvæði landsins samkvæmt vef tjalda.is. Nú er hins vegar komið að því að fara yfir ódýrustu tjaldsvæði landsins!

Kleifar

Ódýrasta tjaldsvæðið er tjaldsvæðið Kleifar sem stendur við Geirlandsveg í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fossinn Stjórnarfoss og þekkist það að á góðviðrisdögum verði vatnið í honum svo heitt að hægt sé að stinga sér til sunds. 

Á tjaldsvæðinu kostar nóttin fyrir fullorðna 750 krónur og gista börn 15 ára og yngri frítt á svæðinu í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Á svæðinu er aðgengi að köldu vatni og salerni. Þá eru hundar leyfðir. 

Ódýrasta tjaldsvæði landsins er rétt fyrir utan Kirkjubæjarklaustur.
Ódýrasta tjaldsvæði landsins er rétt fyrir utan Kirkjubæjarklaustur. Ljósmynd/Blika.is

Stóri-Lambhagi 4

Næstódýrasta tjaldsvæði landsins er staðsett í rólegu umhverfi við þjóðveg 47 í Hvalfjarðarsveit. Svæðið er lítið en býður upp á einstakt sólarlag og sólsetur ef horft er yfir Gunnafjörð. 

Á tjaldsvæðinu kostar nóttin fyrir fullorðna 1.100 krónur. Þá gista börn 15 ára og yngri frítt á svæðinu og rafmagn kostar 600 krónur hverja nóttu. Á svæðinu er aðgengi að heitu og köldu vatni, rafmagni og salerni. 

Tjaldsvæðið býður upp á einstakt sólarlag og sólsetur.
Tjaldsvæðið býður upp á einstakt sólarlag og sólsetur. Ljósmynd/Tjalda.is

Laugarhóll í Bjarnafirði

Þriðja ódýrasta tjaldsvæði landsins er við Laugarhól í Bjarnafirði, en frá svæðinu er stutt að fara á Hótel Laugarhól þar sem hægt er að finna veitingastað, sundlaug og heitan náttúrupott. 

Á tjaldsvæðinu kostar nóttin fyrir fullorðna 1.200 krónur. Börn frá aldrinum 6-12 ára borga 600 krónur fyrir nóttina og er gisting á svæðinu frí fyrir börn yngri en 6 ára. Þá er gistináttaskattur á hverja einingu 333 krónur. Á svæðinu er aðgengi að köldu vatni og salerni. Þá eru hundar leyfðir á svæðinu. 

Þriðja ódýrasta tjaldsvæðið er við Laugarhól í Bjarnafirði.
Þriðja ódýrasta tjaldsvæðið er við Laugarhól í Bjarnafirði. Ljósmynd/Tjalda.is
mbl.is