Grínistinn og Íslandsvinurinn Fred Armisen er giftur maður enn á ný.
Grínistinn og Íslandsvinurinn Fred Armisen er giftur maður enn á ný.
Grínistinn og Íslandsvinurinn Fred Armisen er giftur maður enn á ný.
Bandaríska leikkonan Riki Lindhome ræddi um samband hennar og Armisen í viðtali við tímaritið People á dögunum og staðfesti að þau væru gift.
Lindhome og Armisen, vinir til margra ára, féllu fyrir hvort öðru á tökusetti bandarísku þáttaraðarinnar Wednesday og gengu í hjónaband þann 1. júní 2022, aðeins örfáum mánuðum eftir að þau byrjuðu að hittast á rómantískum nótum.
Á þeim tíma átti Lindhome, sem hafði í mörg ár reynt að verða ófrísk, von á sínu fyrsta barni með aðstoð staðgöngumóður. Sonur Lindhome, sem hlaut nafnið Keaton, kom í heiminn þremur mánuðum áður en hún og Armisen gengu í hnapphelduna hjá sýslumanni í Beverly Hills í Los Angeles.
Lindhome viðurkennir í viðtalinu að samband hennar og Armisen hafi byrjað á röngum enda, ólétta, fyrsti kossinn, ástarjátning og hnappheldan en að það hafi virkað fullkomlega fyrir þau.
Armisen, sem náði ekki að vera viðstaddur fæðingu Keaton sökum taka í Rúmeníu, hitti drenginn þegar hann var þriggja vikna gamall og að sögn Lindhome gerðust þau fjölskylda á því augnabliki.