Bragðgóður fiskréttur á pönnu fyrir þig og þína

Uppskriftir | 18. júlí 2024

Bragðgóður fiskréttur á pönnu fyrir þig og þína

Hér er á ferðinni trúlega góður fiskréttur, ýsa með Miðjarðarhafs ívafi, sem hentar vel þegar þig langar að gera vel við þína og bjóða í mat. Það er svo gott og hollt að borða fisk tvisvar til þrisvar í viku hið minnsta og því er upplagt að prófa nýjar uppskriftir og koma með nýja bragðupplifun. Helga Magga heilsumarkþjálfi á heiðurinn af þessari uppskriftir og er eins og ávallt iðin að deila með fylgjendum sínum myndbandi af því sem hún galdrar fram.

Bragðgóður fiskréttur á pönnu fyrir þig og þína

Uppskriftir | 18. júlí 2024

Bragðgóður fiskréttur á pönnu að hætti Helgu Möggu.
Bragðgóður fiskréttur á pönnu að hætti Helgu Möggu. Samsett mynd

Hér er á ferðinni trúlega góður fiskréttur, ýsa með Miðjarðarhafs ívafi, sem hentar vel þegar þig langar að gera vel við þína og bjóða í mat. Það er svo gott og hollt að borða fisk tvisvar til þrisvar í viku hið minnsta og því er upplagt að prófa nýjar uppskriftir og koma með nýja bragðupplifun. Helga Magga heilsumarkþjálfi á heiðurinn af þessari uppskriftir og er eins og ávallt iðin að deila með fylgjendum sínum myndbandi af því sem hún galdrar fram.

Hér er á ferðinni trúlega góður fiskréttur, ýsa með Miðjarðarhafs ívafi, sem hentar vel þegar þig langar að gera vel við þína og bjóða í mat. Það er svo gott og hollt að borða fisk tvisvar til þrisvar í viku hið minnsta og því er upplagt að prófa nýjar uppskriftir og koma með nýja bragðupplifun. Helga Magga heilsumarkþjálfi á heiðurinn af þessari uppskriftir og er eins og ávallt iðin að deila með fylgjendum sínum myndbandi af því sem hún galdrar fram.

Fiskréttur á pönnu

  • 700 - 800 g ýsubitar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 laukur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2 box litlir tómatar
  • 1 krukka kapers
  • 1 msk. óreganó
  • 2 öskjur ólífur
  • Fiskikrydd frá Mabrúka eftir smekk
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Fersk steinselja

Aðferð:

  1. Byrjið á því að láta fiskinn þiðna, það tekur stutta stund um 1 klukkustund.
  2. Byrjið á því að skera laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikja upp úr olíunni á pönnu.
  3. Bætið síðan kapers og tómötunum út á pönnuna ásamt smá óreganó kryddi og látið þetta eldast á miðlungs hita í um 10 -15 mínútur eða þar til tómatarnir eru farnir að mýkjast.
  4. Setjið þá lok á pönnuna ef það er til staðar.
  5. Bætið síðan ólífunum  út á pönnuna og það er smekksatriði hvort þið viljið setja olíuna af þeim með eður ei.
  6. Látið þetta eldast áfram á meðan þið kryddið fiskinn eftir ykkar smekk.
  7. Kryddið fiskinn á báðum hliðum með salti, pipar og Fiskikryddinu frá Marbrúka.
  8. Raðið síðan fiskinum efst á pönnuna ásamt ferskri steinselju og eldið í um 12-15 mínútur á miðlungs hita.
  9. Á meðan fiskurinn er að eldast er tilvalið að sjóða hrísgrjón og útbúa ferskt salat eða jafnvel hita hvítlauksbrauð.
  10. Gott að kreista smá sítrónu yfir í lokin.
  11. Njótið með þeim sem ykkur langar mest að gera.
mbl.is