Ekkert um alvarleg veikindi

Kórónuveiran Covid-19 | 18. júlí 2024

Ekkert um alvarleg veikindi

Um 70 manns hafa greinst með ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar á síðustu vikum en til þessa hefur enginn hinna sýktu veikst alvarlega.

Ekkert um alvarleg veikindi

Kórónuveiran Covid-19 | 18. júlí 2024

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir eðlilegt að spítalinn grípi til aðgerða …
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir eðlilegt að spítalinn grípi til aðgerða til að vernda sjúklinga og starfsmenn. Samsett mynd/Árni Sæberg/Eggert Jóhannesson

Um 70 manns hafa greinst með ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar á síðustu vikum en til þessa hefur enginn hinna sýktu veikst alvarlega.

Um 70 manns hafa greinst með ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar á síðustu vikum en til þessa hefur enginn hinna sýktu veikst alvarlega.

„Það sem skiptir mestu máli, þar sem kórónuveiran er búin að vera í nokkur ár og er hvergi að fara, er að það sé ekki um alvarleg veikindi að ræða í samfélaginu, eins og hefur komið fram hjá Landspítalanum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið.

32 sjúklingar í einangrun

Ákveðið var að taka upp smitvarnaraðgerðir á Landspítalanum á þriðjudag eftir að smit greindust á átta deildum og 32 sjúklingar voru komnir í einangrun.

Greind smit á spítalanum höfðu ekki verið fleiri frá því í ársbyrjun 2023. Til að koma í veg fyrir aukna útbreiðslu hefur grímuskylda verið tekin upp á ný og heimsóknartími styttur.

Ekki ástæða til að grípa til aðgerða í samfélaginu

Guðrún segir eðlilegt að spítalinn grípi til slíkra aðgerða til að vernda sjúklinga og starfsmenn en að ástandið sé þó alls ekki þannig að grípa þurfi til aðgerða í samfélaginu.

„Bólusetningarnar virðast halda nokkuð vel í samfélaginu þannig að við erum ekki að sjá þessi alvarlegu veikindi sem voru áður þrátt fyrir að fleiri smit greinist nú. Eins og er höfum við enga ástæðu til að grípa til aðgerða og er ekkert í kortunum sem bendir til þess.“

Ítarlegt viðtal við Guðrúnu má lesa í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is