Rabarbarakaka með sykurtoppi ofan af fjalli

Uppskriftir | 18. júlí 2024

Rabarbarakaka með sykurtoppi ofan af fjalli

Þessa dagana er rabarbarinn allsráðandi víða og mörgum vantar hugmyndir að því hvernig má nýta hann. Þegar ég leitaði til Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara í Móberginu í Kjós að fleiri hugmyndum hvernig mætti nýta rabarbarann kom ég ekki að tómum kofanum. Hún er óstöðvandi þegar kemur að því að nýta rabarbarann og búa til úr honum kræsingar. Sjálf er hún iðin að leita að nýjum uppskriftum og gera að sínum.

Rabarbarakaka með sykurtoppi ofan af fjalli

Uppskriftir | 18. júlí 2024

Þessi er dásamlega góð og kemur ofan af fjalli, Móberginu …
Þessi er dásamlega góð og kemur ofan af fjalli, Móberginu í Kjós. Samsett mynd

Þessa dagana er rabarbarinn allsráðandi víða og mörgum vantar hugmyndir að því hvernig má nýta hann. Þegar ég leitaði til Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara í Móberginu í Kjós að fleiri hugmyndum hvernig mætti nýta rabarbarann kom ég ekki að tómum kofanum. Hún er óstöðvandi þegar kemur að því að nýta rabarbarann og búa til úr honum kræsingar. Sjálf er hún iðin að leita að nýjum uppskriftum og gera að sínum.

Þessa dagana er rabarbarinn allsráðandi víða og mörgum vantar hugmyndir að því hvernig má nýta hann. Þegar ég leitaði til Brynju Döddu Sverrisdóttur ástríðubakara í Móberginu í Kjós að fleiri hugmyndum hvernig mætti nýta rabarbarann kom ég ekki að tómum kofanum. Hún er óstöðvandi þegar kemur að því að nýta rabarbarann og búa til úr honum kræsingar. Sjálf er hún iðin að leita að nýjum uppskriftum og gera að sínum.

„Ég er endalaust að reyna að finna fleiri uppskriftir með rabarbara, það þarf að nýta hann betur,“ segir Brynja og bætir við að uppskriftin að rababarakökunni sem hún gerði á dögunum sé alveg dásamlega góð. „Þessi er góð, ég rakst á hana á danskri síðu og prófaði mig aðeins áfram og þetta var útkoman.“

Brynja Dadda kann svo sannarlega að töfra fram góðar kræsingar …
Brynja Dadda kann svo sannarlega að töfra fram góðar kræsingar úr rabarbara. Ljósmynd/Brynja Dadda Sverrisdóttir

Rabarbarakaka með sykurtoppi

  • 2 egg
  • 170 g sykur
  • 200 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 50 g brætt smjör
  • 1,5 dl mjólk
  • Einn stöngull af rabarbara og smá sykur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Takið síðan til skál og setjið í skálina, egg og sykur og hrærið vel saman.
  3. Blandið síðan hveiti og lyftidufti saman við.
  4. Setjið að lokum brædda smjörið og mjólkina út í og hrærið.
  5. Hellið  deiginu í smurt kringlótt form.
  6. Skerið niður einn rabarbarastöngul í litla bita og dreifið yfir, þið getið prófað ykkur áfram með magnið samt, lítið eða mikið eftir smekk.
  7. Stráið smávegis af sykri yfir allt saman, ekki hræra.
  8. Toppurinn á kökunni verður stökkur og skemmtilegur við þessa aðferð, gott mótvægi við súrum rabarbaranum.
  9. Setið síðan formið inn í ofn við 180°C hita í um það bil 40 mínútur.
  10. Berið kökuna fram volga með rjóma eða vanillusósu.
mbl.is