Rihanna kom til bjargar í sárum skilnaði

Poppkúltúr | 18. júlí 2024

Rihanna kom til bjargar í skilnaðinum

Bandaríska leikkonan Natalie Portman hefur opnað sig um það hvernig söngkonan Rihanna hjálpaði henni í gegnum erfiðan skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn Benjamin Millepied.

Rihanna kom til bjargar í skilnaðinum

Poppkúltúr | 18. júlí 2024

Söngkonan Rihanna er hugsar vel um sitt fólk.
Söngkonan Rihanna er hugsar vel um sitt fólk. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Natalie Portman hefur opnað sig um það hvernig söngkonan Rihanna hjálpaði henni í gegnum erfiðan skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn Benjamin Millepied.

Bandaríska leikkonan Natalie Portman hefur opnað sig um það hvernig söngkonan Rihanna hjálpaði henni í gegnum erfiðan skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn Benjamin Millepied.

Skilnaður Portman og Millepied var frágenginn í febrúar á þessu ári en þær Portman og Rihanna hittust á tískuvikunni í París í janúar. Þessi hittingur átti eftir að hafa mikil áhrif á Portman þar sem hún var enn stödd í miðjum skilnaði á þeim tímapunkti. 

Þegar þær hittust hvatti Rihanna hana áfram, sagði að hún væri ein af heitustu skvísunum í Hollywood og faðmaði hana innilega. Portman var þá algjörlega með stjörnurnar í augunum og sagðist vera stór aðdáandi Rihönnu enda hlusti hún mikið á tónlistina hennar.

„Ég held að allar konur sem ganga í gegnum skilnað ættu að fá Rihönnu til að segja sér að þær séu heitustu skvísurnar,“ sagði Portman í viðtali við sjónvarpsstjörnuna Jimmy Fallon í spjallþætti hans The Tonight Show.

People

View this post on Instagram

A post shared by Bustle (@bustle)

mbl.is