Biden gefur til kynna að hann haldi ótrauður áfram

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 19. júlí 2024

Biden gefur til kynna að hann haldi ótrauður áfram

Joe Biden Bandaríkjaforseti gefur til kynna að hann sé ekki að fara að draga forsetaframboð sitt til baka á næstunni.

Biden gefur til kynna að hann haldi ótrauður áfram

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 19. júlí 2024

Biden kveðst spenntur fyrir því að halda baráttunni áfram.
Biden kveðst spenntur fyrir því að halda baráttunni áfram. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti gefur til kynna að hann sé ekki að fara að draga forsetaframboð sitt til baka á næstunni.

Joe Biden Bandaríkjaforseti gefur til kynna að hann sé ekki að fara að draga forsetaframboð sitt til baka á næstunni.

Í tilkynningu frá forsetanum kveðst hann hlakka til að halda áfram kosningabaráttu sinni en hann hefur lítið getað gert síðustu daga þar sem hann greindist með Covid-19 á miðvikudag. Hann hefur verið í einangrun síðan.  

„Ég hlakka til að halda áfram kosningabaráttunni í næstu viku og halda áfram að varpa ljósi á ógnina sem stafar af Donald Trump, á sama tíma og ég sýni framtíðarsýn mína og hvað ég get gert fyrir Bandaríkin: Þar sem við björgum lýðræðinu okkar, verjum réttindi okkar og frelsi og sköpum tækifæri fyrir alla,“ segir Biden. 

Sami Trump og fyrir fjórum árum

Biden gagnrýnir ræðu Trumps á landsfundi repúblikana í gær og segir hann hafa enga áætlun til að sameina Bandaríkin eða til að gera líf vinnandi fólks betra. 

„Í gærkvöldi sá bandaríska þjóðin sama Donald Trump og hún kaus gegn fyrir fjórum árum.“

mbl.is