Dagurinn byrjar illa fyrir Joe Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 19. júlí 2024

Dagurinn byrjar illa fyrir Joe Biden

Dagurinn byrjar ekki vel fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en í dag hafa sjö demókratar á Bandaríkjaþingi stigið fram og beðið Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka.

Dagurinn byrjar illa fyrir Joe Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 19. júlí 2024

Biden flaug til Delaware til að vera í einangrun.
Biden flaug til Delaware til að vera í einangrun. AFP/Kent Nishimura

Dagurinn byrjar ekki vel fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en í dag hafa sjö demókratar á Bandaríkjaþingi stigið fram og beðið Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka.

Dagurinn byrjar ekki vel fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en í dag hafa sjö demókratar á Bandaríkjaþingi stigið fram og beðið Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka.

Þar á meðal er öldungadeildarþingmaðurinn Martin Heinrich frá rík­inu Nýju-Mexí­kó.

Nú hafa þrír öldungadeildarþingmenn í Demókrataflokknum óskað eftir því að hann dragi framboð sitt til baka og 26 fulltrúadeildarþingmenn.

Trump leiðir á landsvísu

Samkvæmt samantekt RealClear Politics þá leiðir Trump kannanir á landsvísu með þremur prósentustigum. Í helstu sveifluríkjum, sem ráða venjulega úrslitum kosninganna, þá mælist Trump með 4,3 prósentustiga forskot.

Kosningabarátta Bidens er á ís en hann dvelur nú heima hjá sér í einangrun eftir að hann greindist með Covid-19.

Að sögn Jen O’Malley Dillon, meðstjórn­anda í kosn­ingat­eymi Bidens, er Biden þó „algjörlega“ að fara að halda áfram í framboði.

Hafa áhyggjur af þingkosningunum

Staða Bidens er tek­in að þrengj­ast enn meira en fjöl­miðlar vest­an­hafs greina frá því að nokkr­ir af hæstsettu demó­kröt­um lands­ins séu að biðja Biden um að draga fram­boð sitt til baka.

Meðal þess­ara demó­krata eru sagðir vera Chuck Schumer, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, Nancy Pelosi, fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, og Hakeem Jeffries, leiðtogi demó­krata í full­trúa­deild­inni.

Hafa margir demókratar ekki aðeins áhyggjur af því að Biden tapi Hvíta húsinu, heldur hafa þeir einnig áhyggjur af því að þeir nái ekki meirihlutanum í fulltrúadeildinni og tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni.

CNN

mbl.is