Farmenn felldu nýjan kjarasamning

Kjaraviðræður | 19. júlí 2024

Farmenn felldu nýjan kjarasamning

Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.

Farmenn felldu nýjan kjarasamning

Kjaraviðræður | 19. júlí 2024

Var samningurinn felldur með 60,52% atkvæða.
Var samningurinn felldur með 60,52% atkvæða. mbl.is/Hari

Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.

Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.

Var samningurinn felldur með 60,52% atkvæða en 44 höfðu atkvæðarétt og greiddu 38 þeirra atkvæði.

Frá þessu er greint á vef Félags skipstjórnarmanna.

Félagsmenn VM samþykktu sína samninga

Á sama tíma var kosið um kjarasamninga félaga í VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samband íslenskra sveitarfélaga, VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og SA vegna vélstjóra á kaupskipum og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna starfa vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustunni. 

Voru þeir allir samþykktir í atkvæðagreiðslum en litlu mátti muna þegar kosið var um samning VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samband íslenskra sveitarfélaga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna og SA vegna vélstjóra á kaupskipum. 

Voru kjarasamningar Félags vélstjóra og málmtæknimanna samþykktir með 53,3% atkvæða og kjarasamningar vegna vélstjóra á kaupskipum samþykktir með 52,9% atkvæða. Þá voru kjarasamningar vegna starfa vélstjóra á skipum og bátum í ferðaþjónustunni samþykktir með 71,4% atkvæða. 

mbl.is