Júlí Heiðar boðar byltingu og skorar á Bjarna

Sumarið | 19. júlí 2024

Júlí Heiðar boðar byltingu og skorar á Bjarna

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson birti myndskeið á TikTok-reikningi sínum í gær þar sem hann skorar á ríkisstjórnina og segir að bylting sé hafin. 

Júlí Heiðar boðar byltingu og skorar á Bjarna

Sumarið | 19. júlí 2024

Júlí Heiðar Halldórsson skorar á ríkisstjórnina.
Júlí Heiðar Halldórsson skorar á ríkisstjórnina. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson birti myndskeið á TikTok-reikningi sínum í gær þar sem hann skorar á ríkisstjórnina og segir að bylting sé hafin. 

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson birti myndskeið á TikTok-reikningi sínum í gær þar sem hann skorar á ríkisstjórnina og segir að bylting sé hafin. 

Í myndskeiðinu segir Júlí Heiðar að honum finnist íslenska ríkið eiga að niðurgreiða sólarlandaferðir fyrir alla Íslendinga í sumar, en það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi ekki verið í liði með íbúum höfuðborgarsvæðisins það sem af er sumri. 

„Nú kem ég ekki oft hérna inn til þess að tjá mig um mínar stjórnmálaskoðanir eða viðra mínar hugmyndir en mér finnst ég vera knúinn til þess að gera það núna. Mér finnst að íslenska ríkið ætti að niðurgreiða sólarlandaferðir fyrir alla Íslendinga þetta sumarið. Ég ætla að stofna undirskriftarlista og ég vona bara svo innilega að þið skrifið undir. 

Sko, nú er ég alls ekkert að hugsa um mig. Ég var að koma frá Ítalíu. Ég hef það fínt. Ég er að hugsa um ykkur,“ segir Júlí Heiðar í myndskeiðinu.

„Byltingin er hafin. Bjarni, við erum að koma!“ segir hann svo að lokum í myndskeiðinu. Júlí Heiðar bendir áhorfendum á að finna undirskriftarlistann sem hann segist ætla að stofna, en það verður spennandi að sjá hvort leikarinn sé að grínast með listann eða ekki. 

mbl.is