Mari prófaði bótox og deilir ferlinu

Fegrunaraðgerðir | 19. júlí 2024

Mari prófaði bótox og deilir ferlinu

Hlaupadrottningin Mari Järsk ákvað nýverið að prófa að fara í bótox og hefur verið dugleg að deila ferlinu með fylgjendum sínum á TikTok. 

Mari prófaði bótox og deilir ferlinu

Fegrunaraðgerðir | 19. júlí 2024

Mari Järsk skellti sér nýverið í bótox eftir miklar vangaveltur.
Mari Järsk skellti sér nýverið í bótox eftir miklar vangaveltur. Skjáskot/Instagram

Hlaupadrottningin Mari Järsk ákvað nýverið að prófa að fara í bótox og hefur verið dugleg að deila ferlinu með fylgjendum sínum á TikTok. 

Hlaupadrottningin Mari Järsk ákvað nýverið að prófa að fara í bótox og hefur verið dugleg að deila ferlinu með fylgjendum sínum á TikTok. 

Mari birti fyrsta myndbandið um bótox í júní síðastliðnum þar sem hún deildi hugleiðingum sínum og spurði hvað fólki fyndist um það ef hún fengi sér bótox.

„Ég held að heimurinn sé orðinn þannig að maður má tala um allt og ég ætla nú bara að koma með mjög erfiðar tilfinningar sem ég er búin að díla við í svolítinn tíma núna, og ég er að fara að nálgast fertugt og ég er komin með mjög mikið af hrukkum og ég bara já, ég er bara ekki alveg nógu sátt með þetta.

Mér finnst ég ekki geta bara þú veist sett neina málningu framan í mig og þá er ég bara komin með svaka línur skiljið þið? Og eðlilega þegar maður er á þessum aldri en þú veist, svo eru bara einhvern veginn allir að fara í bótox og mér finnst allir með ógeðslega fína húð og ég bara eini leppalúðinn hérna,“ sagði Mari í myndbandinu og spurði áhorfendur hvort þeim fyndist hún eiga að fara í bótox eða ekki.

„Ekki heilbrigt að fertug kona sé ekki með eina hrukku“

Í næsta myndbandi sagði Mari frá því að hún hefði verið að ræða þetta við marga og að hún hefði komist að því að það væru ótrúlega margir með bótox, meira að segja fullt af fólki sem henni hefði aldrei grunað að myndu fara í bótox. „Það eiginlega sést. Það eiginlega sést alltaf. Ég fatta um leið þegar manneskja er búin að gera það. Um leið. Hvort sem það er lítið eða mikið. Það sést strax. Það er ekki heilbrigt að fertug kona sé ekki með eina hrukku, sorrí, ég kaupi það ekki,“ sagði hún. 

Stuttu síðar birti hún myndbandi þar sem hún opinberaði að hún væri búin að panta tíma í bótox. Í öðru myndbandi sagði hún svo frá því að hún væri orðin stressuð fyrir því að fara í bótox. „Ég er svolítið stressuð. Ég veit ekki alveg hvað bíður mín, ætli ég geti gert reiðishrukkurnar mínar áfram? En aðallega útaf ég hef tekið eftir því að sumir eru alveg hræðilegir, bara hræðilegir, bara konur og karlar, og ég er hrædd að enda þannig. En svo er ég búin að vera með svo ógeðslega mikla þráhyggju að prufa að gera þetta að mér finnst fáránlegt að hætta við núna,“ sagði Mari.

Sýnir ferlið yfir sjö daga

Því næst deilir Mari myndbandi af sér í stólnum þar sem verið er að sprauta bótoxi í ennið á henni og á milli augabrúnanna. 

Viku síðar birti hún svo myndband þar sem hún tekur myndband á hverjum degi í sjö daga og sýnir hvernig bótoxið byrjar að virka, en hún á alltaf erfiðara og erfiðara með að gera svipbirgði með andlitinu og á sjöunda degi hreyfast augabrúnir hennar og enni nánast ekkert. 

@marijaersk Heil vika með bótox í enninu og milli augnabrúnna 🤩🧨 #foryou #botox ♬ original sound - marijaersk
mbl.is