Hvarfið enn óupplýst 22 árum síðar

Hvarfið enn óupplýst 22 árum síðar

Sumarið 2002 hvarf selkópurinn Lúlli litli labbakútur með dularfullum hætti úr stíu sinni í dýragarðinum Slakka. Nú 22 árum síðar er enn ekki vitað hver afdrif Lúlla urðu en stofnanda Slakka grunar að hvarfið hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Hvarfið enn óupplýst 22 árum síðar

Sagan með augum Morgunblaðsins | 20. júlí 2024

Lúlli litli labbakútur í stíunni sinni í Slakka.
Lúlli litli labbakútur í stíunni sinni í Slakka. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sumarið 2002 hvarf selkópurinn Lúlli litli labbakútur með dularfullum hætti úr stíu sinni í dýragarðinum Slakka. Nú 22 árum síðar er enn ekki vitað hver afdrif Lúlla urðu en stofnanda Slakka grunar að hvarfið hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Sumarið 2002 hvarf selkópurinn Lúlli litli labbakútur með dularfullum hætti úr stíu sinni í dýragarðinum Slakka. Nú 22 árum síðar er enn ekki vitað hver afdrif Lúlla urðu en stofnanda Slakka grunar að hvarfið hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

„Selkópsins Lúlla er enn sárt saknað í dýragarðinum í Slakka í Laugarási í Biskupstungum. Engar vísbendingar hafa komið fram um hvarf hans, að sögn Helga Sveinbjörnssonar, eins eigenda dýragarðsins, en einna helst er talið að honum hafi verið rænt. Helgi telur að minnsta kosti litlar líkur á því að Lúlli litli hefði getað strokið af bæ einn og óstuddur.“

Svo hófst frétt um málið á mbl.is 15. júlí 2002 en þar kom sömuleiðis fram að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu eftir að dauðaleit var gerð að kópnum í nágrenni við garðinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is