Tveir menn létust í loftárás Rússa

Úkraína | 20. júlí 2024

Tveir menn létust í loftárás Rússa

Að minnsta kosti tveir létust og fjórir særðust í loftárás Rússlands á Karkív-hérað í norðausturhluta Úkraínu í nótt. Um 50 byggingar eyðilögðust í árásinni.

Tveir menn létust í loftárás Rússa

Úkraína | 20. júlí 2024

Mennirnir voru 48 ára og 69 ára.
Mennirnir voru 48 ára og 69 ára. AFP

Að minnsta kosti tveir létust og fjórir særðust í loftárás Rússlands á Karkív-hérað í norðausturhluta Úkraínu í nótt. Um 50 byggingar eyðilögðust í árásinni.

Að minnsta kosti tveir létust og fjórir særðust í loftárás Rússlands á Karkív-hérað í norðausturhluta Úkraínu í nótt. Um 50 byggingar eyðilögðust í árásinni.

Saksóknari í héraðinu greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag.

„Um klukkan 3.15 í morgun gerði óvinurinn flugskeytaárás á bæinn Barvinkove,“ sagði saksóknarinn í yfirlýsingunni.

Mennirnir sem létust voru 48 ára og 69 ára.

Árás á leikvöll í gær

Á föstudag létust fjórir eftir árás Rússa á leikvöll í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins. Eitt barn var meðal þeirra sem létust en 24 særðust í árásinni, að sögn Oleksander Senkevitch borgarstjóra Mykolaiv.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til þess að auka stuðning við loftvarnir ríkisins til að stöðva rússneskar eldflaugar og dróna.

mbl.is