Bernie þakkar Biden fyrir vel unnin störf

Bernie þakkar Biden fyrir vel unnin störf

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders þakkar Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar. Þetta kom fram í yfirlýsingu Sanders á X.

Bernie þakkar Biden fyrir vel unnin störf

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 21. júlí 2024

Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður.
Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders þakkar Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar. Þetta kom fram í yfirlýsingu Sanders á X.

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders þakkar Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar. Þetta kom fram í yfirlýsingu Sanders á X.

Biden tilkynnti fyrr í dag að hann hygðist hverfa frá forsetaframboði sínu og standa við bak Kamölu Harris varaforseta. 

Þjónaði með heiðri og reisn 

„Joe Biden hefur þjónað landinu okkar með heiðri og reisn.

Sem fyrsti forsetinn til þess að ganga í framlínu verkamanna í verkfallsaðgerðum þeirra, hefur hann verið hliðhollastur verkafólki af forsetum bandarísks samtíma. 

Takk herra forseti, fyrir allt sem þú hefur gert,“ skrifar Bernie. 



mbl.is