Engar reglur til að takast á við stöðuna

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 21. júlí 2024

Engar reglur til að takast á við stöðuna

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir brottfall Bidens frá framboði til forseta merkilegt og að spennandi dagar séu fram undan.

Engar reglur til að takast á við stöðuna

Joe Biden Bandaríkjaforseti | 21. júlí 2024

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segist ekki …
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segist ekki muna eftir öðru eins brotthvarfi frá framboði í seinni tíð. AFP

Silja Bára Ómars­dótt­ir, pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir brott­fall Bidens frá fram­boði til for­seta merki­legt og að spenn­andi dag­ar séu fram und­an.

Silja Bára Ómars­dótt­ir, pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, seg­ir brott­fall Bidens frá fram­boði til for­seta merki­legt og að spenn­andi dag­ar séu fram und­an.

Eng­ar regl­ur séu til staðar inn­an Demó­krata­flokks­ins til þess að tak­ast á við stöðuna og vara­for­set­inn, Kamala Harris, þurfi að vera á kjör­seðlin­um til þess að fjár­magn fram­boðsins glat­ist ekki.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að þó að um stór­frétt­ir sé að ræða hafi staða hans veikst eft­ir síðasta „kapp­ræðuklúður“.

„Ég man ekki eft­ir því að þetta hafi gerst, alla veg­ana ekki á 20., 21. öld, að fram­bjóðandi sem sigrað hef­ur í for­vali hafi vikið. Þannig að þetta eru mjög merki­leg­ar frétt­ir að þetta sé að ger­ast. Hins veg­ar þarf Harris að vera á kjör­seðlin­um til þess að allt fé sem Biden hef­ur safnað renni ekki út í sand­inn. Þetta er í raun og veru það sem kannski þarf að ger­ast, að hún verði áfram annaðhvort vara­for­seta­efni eða taki við sem for­seta­efni.“

Eng­ir ferl­ar til inn­an flokks­ins

„Það eru eng­ir ferl­ar til í flokkn­um til þess að leysa úr þessu máli, þannig að ef flokk­ur­inn vill sam­ein­ast og koma sterk­ur inn í kosn­ing­ar er þetta senni­lega skyn­sam­leg­asta lausn­in. Frek­ar en að reyna að fara í ein­hverj­ar hraðar for­kosn­ing­ar. Það þarf að vera kom­in niðurstaða 6. ág­úst vegna þess að þá þarf að setja nafn fram­bjóðanda á kjör­seðil­inn í Ohio,“ seg­ir Silja.

„Þau þurfa að sam­ein­ast um ein­hvern fram­bjóðanda og Harris þarf að vera á kjör­seðlin­um. Ann­ars má ekki nota allt fé sem Biden hef­ur safnað í fram­boð ein­hvers sem ekki er í fram­boði nú þegar.“

Hversu lík­legt tel­ur þú að þau nái að sam­ein­ast á bak við Harris?

„Það er hins veg­ar erfitt að segja til um. Það er ekk­ert nátt­úru­lega komið fram sem maður get­ur sagt um eins og stend­ur.“

Gæti þurft að fá eldri hvít­an karl með sér líkt og Obama 

Held­urðu að banda­ríska þjóðin sé til­bú­in fyr­ir kven­kyns for­seta?

„Eins og staðan er þá er Trump nátt­úru­lega miklu sterk­ari. Ég held að það sé ekki lík­legt að Harris geti sigrað eins og staðan er núna en auðvitað veit maður ekki. Hún gæti kannski staðið meira í Trump, hann hef­ur ekki haft sama tím­ann til þess að und­ir­búa fram­boð gegn henni. Í sjálfu sér þá er þetta bara spurn­ing um hvort fólk sé að kjósa flokk­ana og þótt oft hafi verið sagt að banda­ríska þjóðin væri ekki til­bú­in fyr­ir konu þegar Cl­int­on var í fram­boði þá fékk hún engu að síður fleiri at­kvæði en Trump á þeim tíma þannig að allt er mögu­legt.“

Er ein­hver sér­stak­ur sem þú tel­ur að sé lík­leg­ur til þess að fara í þetta með Harris?

„Það er eng­inn svona sem mér dett­ur í hug. Sá sem kannski hef­ur verið aug­ljós­asti kost­ur­inn er rík­is­stjór­inn í Kali­forn­íu, Gavin New­som, en hún er auðvitað líka frá Kali­forn­íu þannig að það væri held ég ekki skyn­sam­legt. Það gæti verið að hún þyrfti að gera svipað og Obama gerði á sín­um tíma, að velja ein­hvern svona eldri hvít­an karl til þess að setja fram ásýnd valds­ins eins og Banda­ríkja­menn eru van­ir því.

Þetta verða mjög spenn­andi sól­ar­hring­ar fram und­an,“ seg­ir Silja að lok­um.

mbl.is