„Joe Biden hefur verið einn áhrifamesti forseti í sögu Bandaríkjanna, auk þess sem hann er kær vinur minn og félagi. Í dag höfum við einnig verið minnt á, aftur, að hann er föðurlandssinni af bestu gerð.“
„Joe Biden hefur verið einn áhrifamesti forseti í sögu Bandaríkjanna, auk þess sem hann er kær vinur minn og félagi. Í dag höfum við einnig verið minnt á, aftur, að hann er föðurlandssinni af bestu gerð.“
„Joe Biden hefur verið einn áhrifamesti forseti í sögu Bandaríkjanna, auk þess sem hann er kær vinur minn og félagi. Í dag höfum við einnig verið minnt á, aftur, að hann er föðurlandssinni af bestu gerð.“
Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í nýrri yfirlýsingu.
Hrósar hann Biden og nefnir ýmis afrek sem hann telur hafa náðst í forsetatíð Bidens.
Segir Obama meðal annars að Biden hafi hjálpað til við að binda enda á heimsfaraldur Covid-19, skapað milljónir starfa, lækkað kostnað við lyfseðilsskyld lyf og samþykkt fyrstu stóru skotvopnaöryggislöggjöf landsins í 30 ár.
„Meira en það – Biden forseti beindi okkur frá fjögurra ára glundroða, lygum og sundrung sem hafði einkennt ríkisstjórn Donald Trump,“ segir Obama.
Að sögn Obama mun Demókrataflokkurinn sigla um óþekkt höf næstu daga.
„En ég hef mikla trú á að leiðtogar flokksins geti skapað ferli sem leiðir til framúrskarandi frambjóðanda,“ segir forsetinn fyrrverandi.
Athygli vekur að ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvort Obama lýsi yfir stuðningi við Kamölu Harris eins og Biden sjálfur og margir aðrir demókratar hafa gert.