Enn hefur enginn leigutaki fundist til að taka við rekstri á Vesturgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Innvolsi hins sögufræga húss, sem áður hýsti m.a. Kaffi Reykjavík, hefur að mestu verið breytt í mathöll og eru þar 14 básar búnir búnaði til eldunar.
Enn hefur enginn leigutaki fundist til að taka við rekstri á Vesturgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Innvolsi hins sögufræga húss, sem áður hýsti m.a. Kaffi Reykjavík, hefur að mestu verið breytt í mathöll og eru þar 14 básar búnir búnaði til eldunar.
Enn hefur enginn leigutaki fundist til að taka við rekstri á Vesturgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Innvolsi hins sögufræga húss, sem áður hýsti m.a. Kaffi Reykjavík, hefur að mestu verið breytt í mathöll og eru þar 14 básar búnir búnaði til eldunar.
Eins og fram hefur komið var fyrri rekstaraðili Quang Le, sem í dag kallar sig Davíð Viðarsson. Hafði hann að sögn kunnugra varið því sem nemur hundruðum milljóna króna í að koma upp matarbásunum og til stóð að opna þar mathöll.
Tilkynnt var um það árið 2021 að þar ætti að opna mathöll undir nafninu Reykjavík mathöll. Ekkert varð þó af opnuninni og þau áform fuku endanlega út um veður og vind þegar lögregla gerði áhlaup á starfsemi Le í mars á þessu ári. Er hann grunaður er um ýmis brot tengd skipulagðri glæpastarfsemi og mansali m.a.
Stefán Árni Auðólfsson, er lögmaður Fjélagsins ehf., sem er eigandi að Vesturgötu 2. Hann segir að enn eigi eftir að leggja lokahönd á innviði innanhúss til að húsnæðið sé í rekstarhæfu ástandi.
„Eigendur hússins eru að skoða það að fara af stað með einhverja starfsemi. En eins og staðan er þá er útlit fyrir það að ekkert verði af því fyrr en á haustmánuðum í fyrsta lagi,“ segir Stefán.
Hann segir það ekki heiglum hent að hafa aðra starfsemi en mathöll í húsinu.
„Allir þessir básar eru þarna inni og það að fara snúa starfseminni í eitthvað annað er mjög flókið. Enda eru menn að velta því fyrir sér hvort það sé nokkuð fýsilegt,“ segir Stefán.
Hann segir eiganda í samfloti við tvo til þrjá rekstaraðila vera að leggja mat á næstu skref.
„Hvort sem þar verði eiginleg mathöll eða nokkrir veitingastaðir á eftir að koma í ljós. En það er alveg ljóst að þetta verður ekki 14 bása mathöll eins og til stóð að hafa,“ segir Stefán.