Hver yrði fyrir valinu hjá Harris?

Hver yrði fyrir valinu hjá Harris?

Ef kjörmenn Demókrataflokksins útnefna Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til að vera forsetaframbjóðanda flokksins þá mun hún þurfa að velja sér varaforsetaefni. Sumir eru líklegri en aðrir til að verða fyrir valinu.  

Hver yrði fyrir valinu hjá Harris?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 22. júlí 2024

Kamala Harris ásamt Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky.
Kamala Harris ásamt Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky. AFP/Kent Nishimura

Ef kjörmenn Demókrataflokksins útnefna Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til að vera forsetaframbjóðanda flokksins þá mun hún þurfa að velja sér varaforsetaefni. Sumir eru líklegri en aðrir til að verða fyrir valinu.  

Ef kjörmenn Demókrataflokksins útnefna Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til að vera forsetaframbjóðanda flokksins þá mun hún þurfa að velja sér varaforsetaefni. Sumir eru líklegri en aðrir til að verða fyrir valinu.  

Þar sem Harris er frá Kaliforníu, þar sem demókratar eru í miklum meirihluta, gæti hún hallast að því að velja varaforsetaefni úr sveifluríki.

Út frá því sjónarhorni gætu demókratar valið úr hópi fjölda þingmanna, ríkisstjóra og annarra stjórnmálamanna úr sveifluríkjunum.

Ríkin skipta máli

Meðal þeirra nafna sem hafa borið á góma eru Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, og J.B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois.

Michigan og Pennsylvanía eru afar mikilvæg ríki fyrir demókrata í komandi kosningum en erfitt er að sjá hvernig flokkurinn getur sigrað í kosningunum án þess að vinna þau ríki. 

Ólíklegt þykir að Harris myndi velja konu til að vera varaforsetaefni sitt og því minni líkur á Whitmer en öðrum. Veldi hún veldi Whitmer þá væri það í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna þar sem forsetaframbjóðandinn og varaforsetaframbjóðandinn væru konur. 

Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan.
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. AFP/Jim Watson

Josh Shapiro kemur sterklega til greina

Demókratar hafa á undanförnum árum reynt að ná Norður-Karólínu og því gæti Roy Cooper þótt vinsælt en djarft val.

Josh Shapiro er vinsæll ríkisstjóri í Pennsylvaníu og er talinn koma sterklega til greina. Hann var einnig mikið orðaður við það að taka við af Biden ef hann myndi draga framboð sitt til baka.

Andy Beshear er einn yngsti ríkisstjóri Bandaríkjanna og í morgun lýsti hann yfir stuðningi við Harris.

„[Kamala Harris] er klár og sterk sem gerir hana að góðum forseta, en hún er líka góð og hefur samkennd sem getur gert hana að frábærum forseta,“ sagði Beshear á MSNBC í morgun.

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu.
Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu. AFP/Saul Loeb

Wall Street Journal

Axios

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/07/21/kamala_harris_bydur_sig_fram_til_forseta/

mbl.is