Myndskeið: Rýkur úr sprungu sem klýfur Hagafell

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. júlí 2024

Myndskeið: Rýkur úr sprungu sem klýfur Hagafell

„Hagafellið allt er bara mauksprungið,“ segir Jón Steinar Sæmundsson í samtali við mbl.is. 

Myndskeið: Rýkur úr sprungu sem klýfur Hagafell

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. júlí 2024

Jón telur sprunguna vera í beinni línu við sprunguna sem …
Jón telur sprunguna vera í beinni línu við sprunguna sem opnaðist og tók húsin 14. janúar. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

„Hagafellið allt er bara mauksprungið,“ segir Jón Steinar Sæmundsson í samtali við mbl.is. 

„Hagafellið allt er bara mauksprungið,“ segir Jón Steinar Sæmundsson í samtali við mbl.is. 

Jón, sem er heimamaður í Grindavík og starfar sem verkstjóri hjá Vísi hf., hefur fylgst náið með sprungunni í Hagafelli og tók í gær magnaðar loftmyndir með dróna sínum.

Fyrir gosið 29. maí var sprungan lítil á yfirborðinu en …
Fyrir gosið 29. maí var sprungan lítil á yfirborðinu en hefur stækkað síðan. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Sama sprunga og gaus úr seinast

Hann kveðst ekki geta fullyrt hvort sprungan sé sú sama og liggur í gegnum bæinn, sem þekkt er af heimamönnum sem Stampholtsgjá.

„Þetta er sama sprunga og gaus úr og fór í gegnum varnargarðinn. Hvort þetta sé tengt Stampholtsgjánni ætla ég ekki að fullyrða,“ útskýrir hann.

„Ég hef tekið mikið af myndum af þessum gosum og þvælst um svæðið, bæði gangandi og keyrandi, svo ég þekki þetta vel.“

Myndirnar tók Jón Steinar í gær, 21. júlí.
Myndirnar tók Jón Steinar í gær, 21. júlí. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Í línu við sprunguna sem gosið fór úr yfir húsin

Jón segir að sprungan hafi opnast töluvert meira undanfarið.

„Já, hún er búin að opnast mun meira en áður. Hún var til staðar fyrir gosið 29. maí, en gliðnaði enn frekar eftir að hraunið rann yfir hana.“

Jón segir sprunguna í Hagafelli vera í beinni línu við síðasta gíg sem gaus úr, en einnig við sprunguna sem opnaðist og tók húsin 14. janúar, og loks sömuleiðis við sprunguna sem myndaðist í varnargarðinum eftir gosið 29. maí.

Sprungan hefur klofið í sundur veg, sem fyrir gosið sem …
Sprungan hefur klofið í sundur veg, sem fyrir gosið sem hófst 29. maí var hægt að keyra yfir vandræðalaust. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Gat keyrt yfir hana áður

Fyrir gosið 29. maí var sprungan lítil í yfirborðinu.

„Áður en gosið hófst var þetta bara lítil sprunga. Maður hefði getað troðið putta ofan í hana og keyrt yfir á fjórhjóli án vandræða. Eftir 29. maí varð sprungan mun stærri,“ útskýrir Jón og bætir við að breytingarnar á svæðinu séu ótrúlegar. 

Gígurinn sem myndaðist í seinasta gosi 29. maí sést vel …
Gígurinn sem myndaðist í seinasta gosi 29. maí sést vel hér aftast á myndinni, hægra megin við miðju. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Jón hefur einnig sett saman myndskeið sem hann tók með flygildi sínu af sprungunni í gær og birti á Youtube-síðu sinni.

Myndskeiðið má sjá hér:

mbl.is