Karl Bretakonungur lifir ekki á kavíar og kampavíni eða borðar þrjár lúxusmáltíðir á dag. Í raun mætti segja að mataræði konungsins væri í anda naumhyggju.
Karl Bretakonungur lifir ekki á kavíar og kampavíni eða borðar þrjár lúxusmáltíðir á dag. Í raun mætti segja að mataræði konungsins væri í anda naumhyggju.
Karl Bretakonungur lifir ekki á kavíar og kampavíni eða borðar þrjár lúxusmáltíðir á dag. Í raun mætti segja að mataræði konungsins væri í anda naumhyggju.
Fram kemur í bókinni The Palace Papers eftir konunglega blaðamanninn Tinu Brown að Karl borði ekki hádegismat. Finnst kónginum hádegismatur vera lúxus og hefur hann ekki tíma fyrir slíkt í stífri dagskrá sinni. Karl borðar hins vegar morgunmat en hann er sérstaklega hrifinn af hnetum og fræjum og leggur slíkan mat sér til munns á morgnana.
Stundum er talað um að kóngurinn hafi verið á undan sinni samtíð en hann hefur verið umhverfisverndarsinni mjög lengi. Hann er á móti alls kyns sóun, þar á meðal matarsóun. Hann og Camilla drottning borða því sömu kökuna alveg þangað til að hún klárast. Karl er heppinn þar sem að uppáhaldskakan hans er ávaxtakaka en breskar ávaxtakökur eru þekktar fyrir að endast lengi.