„Við erum aldrei að fara græða á þessu“

Dagmál | 22. júlí 2024

„Við erum aldrei að fara græða á þessu“

Kristín Erla Tryggvadóttir framleiðir íslenskt barnaefni á Youtube undir nafninu Frú Kristín. Framtakið hefur fengið góð viðbrögð frá börnum jafnt sem foreldrum enda virðist takmarkað úrval vera á íslensku barnaefni bæði í gegnum sjónvarpsrásir og streymisveitur. 

„Við erum aldrei að fara græða á þessu“

Dagmál | 22. júlí 2024

Kristín Erla Tryggvadóttir framleiðir íslenskt barnaefni á Youtube undir nafninu Frú Kristín. Framtakið hefur fengið góð viðbrögð frá börnum jafnt sem foreldrum enda virðist takmarkað úrval vera á íslensku barnaefni bæði í gegnum sjónvarpsrásir og streymisveitur. 

Kristín Erla Tryggvadóttir framleiðir íslenskt barnaefni á Youtube undir nafninu Frú Kristín. Framtakið hefur fengið góð viðbrögð frá börnum jafnt sem foreldrum enda virðist takmarkað úrval vera á íslensku barnaefni bæði í gegnum sjónvarpsrásir og streymisveitur. 

Kristín Erla segir frá því í Dagmálum að hugmyndin um að framleiða íslenskt barnaefni hafi blundað í henni um nokkurt skeið. Samt sem áður hafði hún í fyrstu ákveðnar efasemdir um að hún sjálf væri rétta manneskjan í að hefja framleiðslu á slíku efni og að vera andlit þess að auki. Eftir nokkra umhugsun tók hún af skarið og dembdi sér í verkefnið. 

Ástríðan framar öllu

Það segist hún hafa gert af ástríðunni fyrst og fremst en einnig þeirri hugsjón að þjónusta yngstu kynslóðina á uppbyggilegan hátt. Fjárhagslegan hagnað segir hún aldrei hafa verið inni í myndinni þegar lagt var af stað í verkefnið en ört vaxandi vinsældir geti þó  gefið eitthvað smotterí.

„Núna þegar það eru komnir yfir 1000 áskrifendur þá tekur Youtube einhverjar reikningsaðferðir og reiknar út fyrir þáttinn,“ segir Kristín Erla. 

„Af því að þetta er gert fyrir börn þá er ekki hægt að stilla á persónulegar auglýsingar og þá er borgað minna. Þannig við erum aldrei að fara græða á þessu á meðan þetta er bara á Youtube en við erum samt ekkert eitthvað að tapa á þessu sko,“ lýsir hún og segir einhver fyrirtæki nú þegar hafa óskað eftir samstarfi.

Þakklátar viðtökunum

„Þetta mun tikka inn í einhver ár. Ég meina, maður veit ekki hvað þetta endist lengi kannski 20 ár eða eitthvað og þá gæti alltaf verið að tikka inn einhver smá peningur,“ segir Kristín og er full þakklætis í garð áhorfenda og áskrifenda Frú Kristínar.

„Fyrsta myndskeiðið er komið upp í 45 þúsund áhorf,“ minnist Auður Linda á sem einnig kemur að framleiðslu þáttanna og sér um tónlistarlegu hlið þeirra.

„Það er mjög vel gert á tveimur mánuðum.“

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á Dagmál í heild sinni.

mbl.is