21. júlí heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga

Loftslagsvá | 23. júlí 2024

21. júlí heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga

Sunnudagurinn 21. júlí var heitasti dagur á jörðu síðan mælingar hófust. Þetta sýna frumniðurstöður Kópernikus, loftslagseftirlits Evrópusambandsins. 

21. júlí heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga

Loftslagsvá | 23. júlí 2024

Frá Madríd á Spáni í dag.
Frá Madríd á Spáni í dag. AFP

Sunnudagurinn 21. júlí var heitasti dagur á jörðu síðan mælingar hófust. Þetta sýna frumniðurstöður Kópernikus, loftslagseftirlits Evrópusambandsins. 

Sunnudagurinn 21. júlí var heitasti dagur á jörðu síðan mælingar hófust. Þetta sýna frumniðurstöður Kópernikus, loftslagseftirlits Evrópusambandsins. 

Meðallofthiti á heimsvísu var 17,09 stig og var því heitasti dagur jarðarinnar síðan mælingar hófust árið 1940.

„Jörðin upplifði heitasta dag sinn,“ sagði í yfirlýsingu Kópernikus. 

Síðasta met var sett 6. júlí í fyrra og var meðalhitinn þá 17,08 stig. 

„Við erum nú svo sannarlega á óþekktu svæði og þar sem að loftslagið heldur áfram að hlýna munum við án efa sjá ný met á næstu mánuðum og árum,“ sagði Carlo Buontempo, forstjóri loftslagseftirlitsins, í yfirlýsingu. 

Í yfirlýsingu Kópernikus sagði að nýtt met gæti verið slegið á næstu dögum áður en það byrjar að kólna. 

Hver einasti mánuður frá júní 2023 hefur slegið eigin hitamet. 

Þess má geta að samkvæmt veðurathugunum Veðurstofu Íslands var hitinn í Reykjavík þennan dag á bilinu 10-11 gráður og skýjað. 

mbl.is