Bandaríski leikarinn George Clooney hefur lýst yfir stuðningi við við Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Þetta gerir hann í yfirlýsingu til CNN og í kjölfarið þakkaði hann Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa dregið framboð sitt til baka.
Bandaríski leikarinn George Clooney hefur lýst yfir stuðningi við við Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Þetta gerir hann í yfirlýsingu til CNN og í kjölfarið þakkaði hann Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa dregið framboð sitt til baka.
Bandaríski leikarinn George Clooney hefur lýst yfir stuðningi við við Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Þetta gerir hann í yfirlýsingu til CNN og í kjölfarið þakkaði hann Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa dregið framboð sitt til baka.
„Biden hefur sýnt okkur hvað sannur leiðtogi er. Hann er að bjarga lýðræðinu enn og aftur. Við erum svo spennt að gera allt sem við getum til að styðja Harris varaforseta í sögulegri vegferð sinni,“ sagði leikarinn í yfirlýsingunni.
Fyrir rúmri viku birti Clooney skoðanagrein á vef The New York Times þar sem hann hvatti Biden til að draga framboð sitt til baka. Clooney er demókrati og hefur haldið ýmsa fjármögnunarviðburði fyir Demókrataflokkinn í gegnum árin.
Í grein Clooney segir hann Biden hafa unnið marga sigra, en að hann sé ekki sami maður og hann var þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2020. Það hafi sést í fyrstu kappræðunum.