Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen, sem er 26 ára, hefur verið gagnrýnd harðlega á netinu en hún segist vera háð sólbrúnku. Netverjar segja að hún líti út fyrir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggjur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabbamein.
Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen, sem er 26 ára, hefur verið gagnrýnd harðlega á netinu en hún segist vera háð sólbrúnku. Netverjar segja að hún líti út fyrir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggjur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabbamein.
Danski áhrifavaldurinn Camilla Sørensen, sem er 26 ára, hefur verið gagnrýnd harðlega á netinu en hún segist vera háð sólbrúnku. Netverjar segja að hún líti út fyrir að vera 30 árum eldri en hún er og hafa áhyggjur af því að hún þrói snemma með sér húðkrabbamein.
Sørensen svaraði fyrir sig í TikTok myndbandi sem hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa, en þar segir hún sólbrúnkuna gefa henni aukið sjálfstraust.
Þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur hún verið dugleg að deila metnaðarfullri sólbaðsrútínu sinni þar sem hún talar einnig um hversu fljótt hún fær lit úti í sólinni, en hún fylgist stöðugt með styrk útfjólubláu geislanna á sumrin.
Hver mínúta í rútínu Sørensen er útpæld þar sem hún skiptist á að sóla framhlið og afturhlið líkamans á 10, 15 og 20 mínútna fresti. Þetta ferli endurtekur hún í allt að fjórar klukkustundir á dag.
Heilsusérfræðingar hafa varað við áhættum sem geta fylgt rútínu Sørensen. Samkvæmt breska heilbrigðisráðuneytinu auka útfjólubláir geislar líkurnar á húðkrabbabeini. Ungt fólk undir 25 ára er þá sérstaklegan berskjaldað og líklegra til að þróa með sér húðkrabbamein ef ekki er farið varlega í sólinni. Sérfræðingar bæta því við að sólarvörn sé gríðarlega mikilvæg.