Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Heilsa og mataræði | 23. júlí 2024

Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum víðsvegar um líkamann. 

Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Heilsa og mataræði | 23. júlí 2024

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni!
Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni! Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studios

Magnesí­um er lífs­nauðsyn­legt steinefni sem tek­ur þátt í yfir 300 líf­efna­fræðileg­um ferl­um víðsveg­ar um lík­amann. 

Magnesí­um er lífs­nauðsyn­legt steinefni sem tek­ur þátt í yfir 300 líf­efna­fræðileg­um ferl­um víðsveg­ar um lík­amann. 

Það eru til nokkr­ar mis­mun­andi týp­ur af magnesí­um og hef­ur hver og ein þeirra ólíkt hlut­verk í lík­am­an­um. Þetta get­ur valdið rugl­ingi meðal fólks þegar það stend­ur fyr­ir fram­an heilsu­rekk­ann í stór­versl­un­um lands­ins. 

Sál­fræðing­ur­inn og einkaþjálf­ar­inn Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga nagli, birti á dög­un­um færslu með sam­an­tekt um helstu teg­und­irn­ar af magnesí­um sem ætti að hjálpa fólki að kom­ast að því hvaða teg­und henti þeim best. 

„Magnesí­um er af ætt raf­vaka (e. electrolytes) en í þeirri famil­íu eru önn­ur steinefni eins og kalí­um, króm og natrí­um. Raf­vak­ar sjá um að halda uppi stuði í skrokkn­um eins og Andrea Jóns þeyt­andi skíf­um á föstu­dags­kvöldi. Þeir sjá um að vöðvar geti hreyft sig, hjartað slegið og heil­inn tekið á móti áreiti. Talið er að yfir 50-60% full­orðinna í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um þjá­ist af magnesíumskorti sem er ann­ar al­geng­asti steinefna­skort­ur á Vest­ur­lönd­um. Magnesíumskort­ur veik­ir ónæmis­kerfið og er oft skaðvald­ur í síþreytu og orku­leysi.

Ein­kenni magnesíumskorts eru slæm­ur svefn, síþreyta, hraður hjart­slátt­ur, minn­is­leysi, kvíði, vöðva­verk­ir, sina­drátt­ur, háþrýst­ing­ur, þung­lyndi, hægðat­regða, sina­bólga, heilaþoka og margt, margt fleira. Magnesíumskort­ur er mjög al­geng­ur hjá íþrótta­fólki og rækt­ar­mel­um því mikið magn af kalí­um, magnesí­um tap­ast með svita í hama­gangi, hlaup­um og átök­um við gal­vaníseraðar járnstang­ir. Ef kalí­um og magnesí­um magn í lík­am­an­um lækk­ar verða vöðvarn­ir miður sín og byrja að krampa. Hver þekk­ir ekki sina­drátt­inn á nótt­unni eft­ir erfiða æf­ingu sem tek­ur kálf­ana í gísl­ingu, og þú get­ur ekk­ert gert nema andað þig ró­lega í gegn­um þess­ar óra­löngu sek­únd­ur,“ skrif­ar Ragga í færsl­unni. 

Virkj­ar D-víta­mín gild­in í lík­am­an­um

„Magnesí­um er eins og Þórður hús­vörður með verk­efna­lista uppá marg­ar blaðsíður eða um 600 hlut­verk í lík­am­an­um. Takk fyr­ir og góðan dag­inn! Svo Maggi vin­ur okk­ar er iðnari en hermaur í maura­búi. Súr­efn­is­upp­taka í frum­um, orku­mynd­un ATP í frumun­um, vökv­a­jafn­vægi, styrk­ing ónæmis­kerf­is. Magnesí­um stuðlar að heil­brigðri virkni ensíma í lík­am­an­um. Fram­leiðsla á svefn­horm­ón­inu melatón­ín, skjald­kirt­ils­horm­ón­um og testó­steróni. Magnesí­um er vöðvaslak­andi og stuðlar að betri svefni þegar tekið fyr­ir hátta­tíma. Magnesí­um hjálp­ar líka við vöðvavöxt. Ein rann­sókn sýndi að inn­taka á magnesí­um yfir 8 vikna tíma­bili jók magn testó­steróns og IGF-1 (Insul­in-like growth factor) í lík­am­an­um. Magnesí­um virkj­ar D-víta­mín gild­in í lík­am­an­um.

Hátt magnesí­um trygg­ir að hvítu blóðkorn­in séu við hesta­heilsu og sinna hlut­verki sínu að slátra bakt­erí­um í skrokkn­um. Lágt magnesí­um veld­ur hins­veg­ar löm­un þeirra, sem þýðir að skrokk­ur­inn ræðst á eig­in vefi sem mynd­ar bólg­ur, og skemm­ir vefi og frum­ur. Magnesí­um pass­ar uppá blóðþrýst­ing, blóðsyk­ur, og að vöðvar og frum­ur hafi það jafn gott og nýbaðaður hvít­voðung­ur í vögg­unni sinni,“ bæt­ir hún við.

Því næst fer Ragga yfir mis­mun­andi týp­ur af magnesí­um. „En hvaða magnesí­um er best að velja? Því þau heita allskon­ar skrýtn­um nöfn­um sem þú kannt ekki einu sinni að bera fram og hvað þá hvaða starfs­hlut­verk þau hafa í skrokkn­um.

Al­geng­ustu týp­ur magnesí­um eru:

  • Glyc­ina­te: Ró­andi fyr­ir miðtauga­kerfið og slak­ar á vöðvum. Gott fyr­ir Svefn­leysi, haus­verk, kvíða.
  • Mag­tein (L-threona­te): Bæt­ir minni og hug­ræna virkni. Fer í gegn­um blóð-heila þrösk­uld. Gott fyr­ir svefn með L-thean­ine (100 mg)
  • Citra­te: Hægðalos­andi. Mýk­ir hægðir. Gott fyr­ir hægðat­regðu og harðlífi.
  • Mala­te: Orku­gef­andi. Síþreyta, Svefn­leysi, vefjagigt.
  • Chlori­de spreyol­ía: Frá­sog­ast gegn­um húð. Gott fyr­ir vöðvaslök­un og krampa. Gott eft­ir fótaæf­ingu eða Cross­fit.
  • Ox­i­de: Kem­ur jafn­vægi á sýru­stig. Gott fyr­ir brjóstsviða, melt­ingarónot. Get­ur verið lax­er­andi í háum skömmt­um.

Magnesí­um er að finna í fæðuteg­und­um á borð við:

  • Lax
  • Baun­ir
  • Haframjöl
  • Hnet­ur, möndl­ur, fræ
  • Heil­korna afurðir
  • Dökkt súkkulaði (yes baby!!)
  • Grænt græn­meti.“
mbl.is