Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Heilsa og mataræði | 23. júlí 2024

Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum víðsvegar um líkamann. 

Hvaða týpa af magnesíum hentar þér best?

Heilsa og mataræði | 23. júlí 2024

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni!
Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni! Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studios

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum víðsvegar um líkamann. 

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem tekur þátt í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum víðsvegar um líkamann. 

Það eru til nokkrar mismunandi týpur af magnesíum og hefur hver og ein þeirra ólíkt hlutverk í líkamanum. Þetta getur valdið ruglingi meðal fólks þegar það stendur fyrir framan heilsurekkann í stórverslunum landsins. 

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, birti á dögunum færslu með samantekt um helstu tegundirnar af magnesíum sem ætti að hjálpa fólki að komast að því hvaða tegund henti þeim best. 

„Magnesíum er af ætt rafvaka (e. electrolytes) en í þeirri familíu eru önnur steinefni eins og kalíum, króm og natríum. Rafvakar sjá um að halda uppi stuði í skrokknum eins og Andrea Jóns þeytandi skífum á föstudagskvöldi. Þeir sjá um að vöðvar geti hreyft sig, hjartað slegið og heilinn tekið á móti áreiti. Talið er að yfir 50-60% fullorðinna í Evrópu og Bandaríkjunum þjáist af magnesíumskorti sem er annar algengasti steinefnaskortur á Vesturlöndum. Magnesíumskortur veikir ónæmiskerfið og er oft skaðvaldur í síþreytu og orkuleysi.

Einkenni magnesíumskorts eru slæmur svefn, síþreyta, hraður hjartsláttur, minnisleysi, kvíði, vöðvaverkir, sinadráttur, háþrýstingur, þunglyndi, hægðatregða, sinabólga, heilaþoka og margt, margt fleira. Magnesíumskortur er mjög algengur hjá íþróttafólki og ræktarmelum því mikið magn af kalíum, magnesíum tapast með svita í hamagangi, hlaupum og átökum við galvaníseraðar járnstangir. Ef kalíum og magnesíum magn í líkamanum lækkar verða vöðvarnir miður sín og byrja að krampa. Hver þekkir ekki sinadráttinn á nóttunni eftir erfiða æfingu sem tekur kálfana í gíslingu, og þú getur ekkert gert nema andað þig rólega í gegnum þessar óralöngu sekúndur,“ skrifar Ragga í færslunni. 

Virkjar D-vítamín gildin í líkamanum

„Magnesíum er eins og Þórður húsvörður með verkefnalista uppá margar blaðsíður eða um 600 hlutverk í líkamanum. Takk fyrir og góðan daginn! Svo Maggi vinur okkar er iðnari en hermaur í maurabúi. Súrefnisupptaka í frumum, orkumyndun ATP í frumunum, vökvajafnvægi, styrking ónæmiskerfis. Magnesíum stuðlar að heilbrigðri virkni ensíma í líkamanum. Framleiðsla á svefnhormóninu melatónín, skjaldkirtilshormónum og testósteróni. Magnesíum er vöðvaslakandi og stuðlar að betri svefni þegar tekið fyrir háttatíma. Magnesíum hjálpar líka við vöðvavöxt. Ein rannsókn sýndi að inntaka á magnesíum yfir 8 vikna tímabili jók magn testósteróns og IGF-1 (Insulin-like growth factor) í líkamanum. Magnesíum virkjar D-vítamín gildin í líkamanum.

Hátt magnesíum tryggir að hvítu blóðkornin séu við hestaheilsu og sinna hlutverki sínu að slátra bakteríum í skrokknum. Lágt magnesíum veldur hinsvegar lömun þeirra, sem þýðir að skrokkurinn ræðst á eigin vefi sem myndar bólgur, og skemmir vefi og frumur. Magnesíum passar uppá blóðþrýsting, blóðsykur, og að vöðvar og frumur hafi það jafn gott og nýbaðaður hvítvoðungur í vöggunni sinni,“ bætir hún við.

Því næst fer Ragga yfir mismunandi týpur af magnesíum. „En hvaða magnesíum er best að velja? Því þau heita allskonar skrýtnum nöfnum sem þú kannt ekki einu sinni að bera fram og hvað þá hvaða starfshlutverk þau hafa í skrokknum.

Algengustu týpur magnesíum eru:

  • Glycinate: Róandi fyrir miðtaugakerfið og slakar á vöðvum. Gott fyrir Svefnleysi, hausverk, kvíða.
  • Magtein (L-threonate): Bætir minni og hugræna virkni. Fer í gegnum blóð-heila þröskuld. Gott fyrir svefn með L-theanine (100 mg)
  • Citrate: Hægðalosandi. Mýkir hægðir. Gott fyrir hægðatregðu og harðlífi.
  • Malate: Orkugefandi. Síþreyta, Svefnleysi, vefjagigt.
  • Chloride spreyolía: Frásogast gegnum húð. Gott fyrir vöðvaslökun og krampa. Gott eftir fótaæfingu eða Crossfit.
  • Oxide: Kemur jafnvægi á sýrustig. Gott fyrir brjóstsviða, meltingarónot. Getur verið laxerandi í háum skömmtum.

Magnesíum er að finna í fæðutegundum á borð við:

  • Lax
  • Baunir
  • Haframjöl
  • Hnetur, möndlur, fræ
  • Heilkorna afurðir
  • Dökkt súkkulaði (yes baby!!)
  • Grænt grænmeti.“
mbl.is