Myndefni sýnir lögreglumenn skjóta svarta konu til bana

Lögreglan í Bandaríkjunum | 23. júlí 2024

Myndefni sýnir lögreglumenn skjóta svarta konu til bana

Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna í Illinois–ríki sýnir er þeir skutu óvopnaða svarta konu til bana á heimili hennar eftir að hún óskaði eftir aðstoð vegna mögulegs innbrotsþjófs.

Myndefni sýnir lögreglumenn skjóta svarta konu til bana

Lögreglan í Bandaríkjunum | 23. júlí 2024

Stuttu áður en Massey var skotin til bana.
Stuttu áður en Massey var skotin til bana. AFP

Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna í Illinois–ríki sýnir er þeir skutu óvopnaða svarta konu til bana á heimili hennar eftir að hún óskaði eftir aðstoð vegna mögulegs innbrotsþjófs.

Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna í Illinois–ríki sýnir er þeir skutu óvopnaða svarta konu til bana á heimili hennar eftir að hún óskaði eftir aðstoð vegna mögulegs innbrotsþjófs.

Atvikið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti sagt Sonyu Massey „eiga að vera á lífi“. 

Einn hefur verið ákærður fyrir manndráp. 

Sjóðandi vatn í potti orsökin

Massey var 36 ára gömul. Hún hringdi á neyðarlínuna stuttu eftir miðnætti 6. júlí vegna mögulegs innbrotsþjófs á heimili hennar. 

Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem var gert opinbert í gær sýnir mennina tvo koma á heimili Massey og biðja um skilríki. Massey sést leita að þeim í veski sínu.

Annar lögreglumannanna biður Massey síðan að líta eftir vatni sem var að sjóða í potti á eldavélarhellu. Heyrist hann segja „við þurfum ekki á eldsvoða að halda meðan við erum hérna“.

Lögreglumaðurinn stígur síðan í burtu frá Massey og er hún spyr hann af hverju hlær hann og segir „í burtu frá heita sjóðandi vatninu þínu“.

Massey heldur á pottinum og svarar róleg: „Ó, ég ávíta þig í nafni Jesú.“ 

„Mun skjóta þig í helvítis andlitið“

Lögreglumaðurinn svarar þá: „Eins gott að þú andskotans gerir ekkert. Ég sver til Guðs að ég mun skjóta þig í helvítis andlitið,“ og dró upp byssu sína. 

Massey biðst þá afsökunar og krýpur fyrir aftan eldhúsbekkinn áður en lögreglumennirnir öskra „slepptu andskotans pottinum“. Þeir hlaupa síðan til og skjóta konuna. 

Annar lögreglumaðurinn sagðist eftir á hafa óttast að hann myndi fá sjóðandi vatnið í höfuðið. 

Bandaríkjamenn eigi að geta óskað eftir aðstoð

Sean Grayson lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann er hvítur á hörund. 

Í gær sagði Biden forseti Massey hafa verið „ástkæra móður, vinkonu, dóttur og unga svarta konu“.

„Þegar við óskum eftir hjálp, allir Bandaríkjamenn – sama hver við erum eða hvar við búum – ættum við að geta gert það án þess að óttast um líf okkar,“ sagði í yfirlýsingu Bidens. 

mbl.is