Salat vikunnar: Perusalatið sem allir elska

Salöt | 23. júlí 2024

Salat vikunnar: Perusalatið sem allir elska

Þetta ljúffenga perusalat er sumarlegt en yljar manni samt sem áður í rigningunni. Perurnar eru nefnilega hitaðar upp á pönnu áður en þær eru settar út í salatið svo þær verða mjúkar, safaríkar og extra sætar. 

Salat vikunnar: Perusalatið sem allir elska

Salöt | 23. júlí 2024

Salat vikunnar er ekki af verri endanum!
Salat vikunnar er ekki af verri endanum! Samsett mynd

Þetta ljúffenga perusalat er sumarlegt en yljar manni samt sem áður í rigningunni. Perurnar eru nefnilega hitaðar upp á pönnu áður en þær eru settar út í salatið svo þær verða mjúkar, safaríkar og extra sætar. 

Þetta ljúffenga perusalat er sumarlegt en yljar manni samt sem áður í rigningunni. Perurnar eru nefnilega hitaðar upp á pönnu áður en þær eru settar út í salatið svo þær verða mjúkar, safaríkar og extra sætar. 

Dekraðu við þig með þessu dásamlega salati hvenær sem er eða berðu það fram með aðalrétt að eigin vali, en salatið fer sérlega vel með önd eða öðru dökku kjöti. Þá má einnig leika sér með innihaldsefnin og leyfa hugmyndarfluginu að ráða för!

Perusalat sem allir elska að búa til

Hráefni:

  • 3 perur
  • Klípa af smjöri
  • 3 msk. hrásykur
  • 1 poki klettasalat eða spínat
  • 1 rauðkál
  • 1 castello ostur, geitaostur eða gráðostur
  • 3 msk. balsamik edik
  • Valhnetukjarnar eftir smekk
  • Trönber eða granataepli eftir smekk 

Aðferð:

  1. Perurnar eru skornar í sneiðar eða bita og steiktar upp úr smjöri á pönnu og látið malla í smá stund. 
  2. Hrásykri er bætt út í og lækkað undir hellunni og leyft að karamellast um stund. 
  3. Öðrum hráefnum er blandað saman í skál. Trönuberjum eða granataeplum og valhnetukjörnum er svo stráð yfir salatið og það borið fram.
mbl.is