Slasaðist í skíðaslysi og hlaut varanlegan skaða af

Poppkúltúr | 23. júlí 2024

Slasaðist í skíðaslysi og hlaut varanlegan skaða af

Breski söngvarinn Sam Smith lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrr á árinu. Hán ræddi um slysið og afleiðingar þess í hlaðvarpsþættinum Sidetracked with Annie and Nick á dögunum. 

Slasaðist í skíðaslysi og hlaut varanlegan skaða af

Poppkúltúr | 23. júlí 2024

Sam Smith.
Sam Smith. Ljósmynd/AFP

Breski söngvarinn Sam Smith lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrr á árinu. Hán ræddi um slysið og afleiðingar þess í hlaðvarpsþættinum Sidetracked with Annie and Nick á dögunum. 

Breski söngvarinn Sam Smith lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrr á árinu. Hán ræddi um slysið og afleiðingar þess í hlaðvarpsþættinum Sidetracked with Annie and Nick á dögunum. 

Hán, þekkt fyrir lög á við Unholy, Dancing with a Stranger, Stay With Me og I'm Not the Only One, viðurkenndi að hafa slitið fremra krossbandið og átt í erfiðleikum með gang í dágóðan tíma á eftir.

„Ég sleit fremra krossband á hægri fæti. Ég var að renna mér á skíðum. Ég lét eins og hálfviti og ákvað að renna niður skíðabrekku sem ætluð er lengra komnum og það á degi tvö. Það voru mistök,“ sagði Smith við þáttastjórnendurna, Annie Macmanus og Nick Grimshaw. 

Smith sagðist hafa hlotið varanlega skaða af slysinu en ræddi það ekkert nánar. 

mbl.is