Unglingspiltur er í haldi lögreglunnar í Södertälje í Svíþjóð, grunaður um að hafa varpað handsprengju inn í verslun í Geneta-hverfinu þar í bænum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að kona á sextugsaldri hlaut alvarleg meiðsli eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum.
Unglingspiltur er í haldi lögreglunnar í Södertälje í Svíþjóð, grunaður um að hafa varpað handsprengju inn í verslun í Geneta-hverfinu þar í bænum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að kona á sextugsaldri hlaut alvarleg meiðsli eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum.
Unglingspiltur er í haldi lögreglunnar í Södertälje í Svíþjóð, grunaður um að hafa varpað handsprengju inn í verslun í Geneta-hverfinu þar í bænum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að kona á sextugsaldri hlaut alvarleg meiðsli eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum.
Staðfestir Mats Eriksson upplýsingafulltrúi lögreglunnar það við sænska ríkisútvarpið SVT að brotamaðurinn grunaði sé á táningsaldri, fimmtán til átján ára, og hafi lögregla haft uppi mikinn viðbúnað eftir að henni barst tilkynning um sprengingu í verslun í Södertälje þar sem hvert ofbeldisverkið hefur rekið annað síðustu misseri.
Konan, sem hlaut benjar af, er ekki í lífshættu en svo öflug var sprengingin að ástæða þótti til að kanna hvort burðarvirki byggingarinnar hefði laskast en svo reyndist ekki.
Er atvikið talið hafa átt að skjóta liðsmanni glæpagengisins Ronnafalangen skelk í bringu en hann er skráður til heimilis í íbúðahluta hússins. Þetta hefur SVT eftir heimildarmönnum en lögregla hefur ekki viljað staðfesta.
Svo rammt hefur kveðið að ódæðisverkum í Södertälje að lögregla sá ástæðu til þess, fyrr í mánuðinum, að setja upp sérstakt öryggissvæði sem náði til hverfanna Geneta og Västra Blombacka.
Frá þessu greindi Morgunblaðið á sínum tíma en öryggissvæðið var við lýði í um hálfan mánuð og fól í sér að lögregla var þar með mikla viðveru og leitaði á fólki og í bifreiðum án þess að sérstakur rökstuddur grunur um óhreint mjöl í pokahorninu væri fyrir hendi.