Veitti fá svör um banatilræðið við Trump

Veitti fá svör um banatilræðið við Trump

Kimber­ly Cheatle, for­stjóri banda­rísku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Secret Service, veitti Bandaríkjamönnum fá svör er hún veitti skýrslu og svaraði spurningum þingmanna um öryggisbresti sem ollu því að Donald Trump var skotinn, einn lést og tveir aðrir voru særðir fyrir rúmlega viku síðan.

Veitti fá svör um banatilræðið við Trump

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 23. júlí 2024

Kimberly Cheatle bar vitni fyrir þingnefnd í gær.
Kimberly Cheatle bar vitni fyrir þingnefnd í gær. AFP/getty Images/Kent Nishimura

Kimber­ly Cheatle, for­stjóri banda­rísku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Secret Service, veitti Bandaríkjamönnum fá svör er hún veitti skýrslu og svaraði spurningum þingmanna um öryggisbresti sem ollu því að Donald Trump var skotinn, einn lést og tveir aðrir voru særðir fyrir rúmlega viku síðan.

Kimber­ly Cheatle, for­stjóri banda­rísku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Secret Service, veitti Bandaríkjamönnum fá svör er hún veitti skýrslu og svaraði spurningum þingmanna um öryggisbresti sem ollu því að Donald Trump var skotinn, einn lést og tveir aðrir voru særðir fyrir rúmlega viku síðan.

Mætti hún fyr­ir eft­ir­lits- og ábyrgðar­nefnd Banda­ríkjaþings í gær og voru þingmenn úr báðum flokkum ósáttir við skort á svörum og kröfðust þess að hún segði af sér.

Sjálf viðurkenndi hún aðspurð að um væri að ræða veigamestu mistök öryggisþjónustunnar frá því að Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var skotinn árið 1981.

„Það er enn rannsókn í gangi“

En Cheatle vildi ekki svara helstu spurningum sem eru í brennidepli, og vísaði þar til rannsókna sem nú standa yfir, þar á meðal um hvernig byssumaðurinn Thomas Matthew Crooks komst upp á þak í rúmlega 120 metra fjarlægð frá Trump.

„Var leyniþjónustan með mann uppi á þakinu?“ spurði James Comer, formaður nefndarinnar.

„Ég er viss um, eins og þið getið ímyndað ykkur, að aðeins eru liðnir níu dagar frá þessu atviki og það er enn rannsókn í gangi,“ sagði Cheatle.

Hún svaraði því ekki hversu stórt svæðið var sem átti að vera öruggt, hvort að löggæsla hefði tryggt þakið fyrir viðburðinn eða þá hversu margir frá öryggisþjónustunni hefðu verið á kosningafundinum.

James Comer, formaður nefndarinnar.
James Comer, formaður nefndarinnar. AFP/Chris Kleponis

Crooks grunsamlegur klukkutíma fyrir árás

Cheatle viðurkenndi að Crooks hefði verið talinn grunsamlegur af löggæslu rúmlega klukkutíma áður en hann hóf skothríð sína. Gekk hann um með bakpoka og fjarlægðarmæli sem vakti grunsemdir.

Viðurkenndi hún líka að lögreglan hefði fengið nokkrar ábendingar um Crooks og að hann hefði sýnt af sér grunsamlega hegðun.

Hún neitaði að svara því hvort að öryggisþjónustan eða löggæslan hefði reynt að ná til hans eftir að hann var talinn grunsamlegur.

Vissu ekki af ógninni

Cheatle gaf í skyn að öryggisgæslan sem Trump var með áður en hann fór á svið hefði ekki vitað að það væri grunsamlegur maður á ferð sem gæti ógnað öryggi Trumps..

„Ef upplýsingarnar hefðu borist um að ógn væri fyrir hendi hefði öryggisgæslan aldrei hleypt forsetanum fyrrverandi á sviðið,“ sagði Cheatle í svari við fyrirspurn frá demókratanum Jamie Raskin.

Crooks náði að hleypa af að minnsta kosti sex skotum áður en hann var felldur.

Jamie Raskin, hæstsetti demókratinn í nefndinni.
Jamie Raskin, hæstsetti demókratinn í nefndinni. AFP/Chris Kleponis

Vilja að hún segi af sér

Eftir því sem leið á fundinn með Cheatle í gær sagðist vaxandi hópur þingmanna hvorki hafa trú á forystu Cheatle né getu hennar til að tryggja öryggi þeirra sem stofnunin á að vernda.

Leiðtogar repúblikana höfðu í síðustu viku þegar kallað eftir því að Cheatle segði af sér. Í gær bættust demókratar í hópinn.

Raskin, hæstsetti demókratinn í nefndinni, kvaðst myndu kalla eftir því að hún segði af sér.

Demókratinn Ro Khanna gagnrýndi Cheatle harðlega og minnti hana á að Arthur Knight, fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar, hefði sagt af sér átta mánuðum eftir að Reagan var skotinn.

„Heldur þú í alvörunni að það sé best fyrir Bandaríkin á þessari stundu að þú verðir áfram í embætti? Ég meina, heldur þú að stuðningsmenn Trumps treysti þér? Við erum með stofnanir í þessu landi sem eiga að vera yfir stjórnmál hafin, sem njóta trausts óflokksbundinna, demókrata, repúblikana, framfarasinna og íhaldsmanna,“ sagði Ro Khanna.

Wall Street Journal

mbl.is