45 milljóna dala greiðslur til Trump ekki raunin

45 milljóna dala greiðslur til Trump ekki raunin

Elon Musk mun ekki styrkja forsetaframboð Trump um 45 milljónir Bandaríkjadala mánaðarlega, eða sem nemur um 6,5 milljörðum íslenskra króna.

45 milljóna dala greiðslur til Trump ekki raunin

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 24. júlí 2024

Elon Musk, eigandi X.
Elon Musk, eigandi X. AFP/Alain Jocard

Elon Musk mun ekki styrkja forsetaframboð Trump um 45 milljónir Bandaríkjadala mánaðarlega, eða sem nemur um 6,5 milljörðum íslenskra króna.

Elon Musk mun ekki styrkja forsetaframboð Trump um 45 milljónir Bandaríkjadala mánaðarlega, eða sem nemur um 6,5 milljörðum íslenskra króna.

Þessu greinir hann frá í viðtali hjá kanadíska sálfræðingnum Jordan Peterson. Viðtalið má sjá hér að neðan. 

„Það sem er verið að greina frá í fjölmiðlum er einfaldlega ekki satt. Ég er ekki að styrkja Trump um 45 milljónir á mánuði,“ segir Musk.  

Hann hafi stofnað pólitíska aðgerðanefnd (e. political action committee) sem beri nafnið „America PAC“ og muni einblína á að styrkja fólk sem sýni og standi fyrir hæfileika, dugnað og einstaklingsfrelsi. 

Hefði Musk stutt aðgerðanefndina um 45 milljónir dollara á mánuði fram að forsetakosningum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi, væru það samanlagt 180 milljónir dollara eða yfir 25 milljarðar króna. 

mbl.is