„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana. Það voru því vonbrigði að sjá viðbrögð menntamálaráðherra og formanns Kennarasambandsins, sem brugðust ókvæða við ábendingum okkar.“
„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana. Það voru því vonbrigði að sjá viðbrögð menntamálaráðherra og formanns Kennarasambandsins, sem brugðust ókvæða við ábendingum okkar.“
„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana. Það voru því vonbrigði að sjá viðbrögð menntamálaráðherra og formanns Kennarasambandsins, sem brugðust ókvæða við ábendingum okkar.“
Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs spurður út í gagnrýni á umsögn ráðsins í samráðsgátt stjórnvalda, við þau áform mennta- og barnamálaráðuneytisins að afnema samræmd könnunarpróf.
Prófin hafa ekki verið haldin hér á landi síðustu ár og ekkert hefur komið í stað þeirra, þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi lýst fyrirætlunum þess efnis þegar þau lögðu prófin af.
Afnám þeirra hefur hlotið gagnrýni úr ýmsum áttum, meðal annars innan úr menntavísindasviði Háskóla Íslands og nú síðast frá fyrrverandi skólastjóra Melaskóla.
Að mati Viðskiptaráðs ættu stjórnvöld að hætta við afnámið og grípa þess í stað til aðgerða til að tryggja jafnræði og aukið gagnsæi.
„Í áformum ráðuneytisins felst sama stefna og skilað hefur Íslandi einum lakasta námsárangri í Evrópu,“ segir Björn.
„Viðhalda á kerfi þar sem grunnskólabörn njóta ekki jafnræðis og árangur af skólastarfi verður hvergi birtur opinberlega. Við viljum aðra nálgun.“
Til upprifjunar er Ísland í sjötta neðsta sæti allra OECD-ríkjanna þegar horft er til heildarniðurstaðna síðustu PISA-könnunar, sem kynntar voru í desember og mbl.is fjallaði ítarlega um.
Ekkert OECD-ríki lækkar jafn mikið milli kannana og aðeins eitt Evrópuland er neðar: Grikkland.
En er ekki líka ósanngjarnt að meta hæfni grunnskólanema út frá einu samræmdu könnunarprófi?
„Viðskiptaráð hefur hvergi talað fyrir því að eitt próf eigi að ráða tækifærum grunnskólabarna. Við erum fylgjandi því að námsmat sé þróað og bætt í takt við það sem best tíðkast í skólastarfi.
Það getur til dæmis verið í formi fleiri og styttri prófa, eins og starfshópur um námsmat lagði til. Grundvallaratriðið er að námsmatið sé samræmt og niðurstöðurnar öllum aðgengilegar.“