Fær 277 milljónir fyrir eitt lag á opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Poppkúltúr | 24. júlí 2024

Fær 277 milljónir fyrir eitt lag á opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Kanadíska söngkonan Celine Dion er sögð vera meðal flytjenda á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Dion, sem er 56 ára, hefur ekki sungið opinberlega í nokkur ár eða allt frá því hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome, í ágúst 2022. 

Fær 277 milljónir fyrir eitt lag á opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Poppkúltúr | 24. júlí 2024

Síðasta tónleikaferðalag söngkonunnar var árið 2019.
Síðasta tónleikaferðalag söngkonunnar var árið 2019. AFP

Kanadíska söngkonan Celine Dion er sögð vera meðal flytjenda á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Dion, sem er 56 ára, hefur ekki sungið opinberlega í nokkur ár eða allt frá því hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome, í ágúst 2022. 

Kanadíska söngkonan Celine Dion er sögð vera meðal flytjenda á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París á föstudag. Dion, sem er 56 ára, hefur ekki sungið opinberlega í nokkur ár eða allt frá því hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome, í ágúst 2022. 

Dion er sögð ætla að flytja eitt lag og fær hún greiddar tvær milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar 277 milljónum íslenskra króna fyrir lagaflutninginn.

Söngkonan er mætt til Parísar. Það sást til hennar fyrir utan Royal Monceau-hótelið á þriðjudag þar sem æstir aðdáendur umkringdu hana. 

Dion hefur áður komið fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna, hún flutti lagið The Power of the Dream í Atlanta árið 1996. 

mbl.is